26.4.2007 | 20:00
Svona er lífið í aðdraganda kosninga
Mér finnast síðustu vikurnar fyrir kosningar alltaf ákaflega skemmtilegar en jafnframt erfiðar. Ég hef svo gaman af pólitík og elska kappræður frambjóðenda. Þá sit ég heima í stofu með popp í annarri og kók í hinni, horfi á gamla sjónvarpshlunkinn minn og fagna og púa eftir því sem við á auk þess að pirrast alveg óskaplega þegar sumir opna munninn og út vella frasarnir.
En þetta tímabil fer samt ekkert vel með mig. T.a.m. eyði ég of miklum tíma í að fylgjast með þessu, tíma sem ég kannski hef ekki lausan. Nú eru t.d. um tvo tonn af þvotti í kjallaranum, eldhúsið hefur ekki verið skúrað í nokkrar vikur og annað eftir því. Þetta er þó smotterí sem engum kemur á óvart enda hef ég ekki verið þekkt fyrir að vera neitt sérstaklega húsleg í mér.
Annað neikvætt er hvernig aðdragandi kosninga fer á sálina á mér. Ég verð of oft reið, það sýður á mér, ólgar í brjóstinu. Það er ekki góð tilfinning því maður á nottla að vera með ljós í hjartanu allt árið.
Athugasemdir
Sko með skoðanaljós í hjartanu getur manni verkjað svolítið but democraty hurts! Spennandi tími framundan en við vitum nottla Ibbs að okkar fólk verður við völd eftir 12. maí
Smútsj
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 20:02
Ég er líka alveg sjúk og fæ eiginlega aldrei nóg af þessari umræðu. Börnin hlæja að okkur foreldrum sem megum ekki missa af einum einasta frétta tíma og ekki einum einasta umræðu þætti. Sérstalega sjúkt ástand á þessu heimili þar sem Gulli er búin að vera að vinna við kosninga sjónvarpið í rúman mánuð og er pródúsentinn af því í ár. Ekki eitt orð má fram hjá honum fara - svo verður þetta ekki síðra eftir kosningar þegar spáð verður í spilinn......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 26.4.2007 kl. 20:36
Veit nákvæmlega hvað þú meinar! Mér væri alls ekki sama hver sæi (heyrði) til mín þegar ég hvæsi (urra, arga) á frambjóðendurna.... í imbanum.
Vinnustaðurinn minn er í hers höndum. Vinn með einum heitum sjalla sem sér akkúrat ekkert minna en bullandi blóm í haga.... og grípur alltaf í "vinstri stjórn kann ekki að fara með fjármál" þegar hann er strand í rökræðum. Mig langar stundum að læsa klónum utan um............ .... Að öðru leit er ég afskapleg ljúf og til fyrirmyndar hvað jafnaðargeð varðar
Heiða B. Heiðars, 26.4.2007 kl. 21:11
Iss, Heiða, það er pís of keik að vinna með sjalla. Ég bý með heitasta frjálshyggjumanni landsins! Það er sko ekki lognmolla á heimilinu þessa dagana, get ég sagt þér. Reyndar eru allir sunnudagar fjörugir þar sem við byrjum oft daginn á löngum bröns og í kjölfarið er horft á Silfur Egils. Ég sver það , það er stundum eins og við höfum ekki verið að horfa á sama þáttinn.
Ibba Sig., 27.4.2007 kl. 14:41
Er það ekki áhyggjefni þegar við búum í sama samfélagi en sjáum það með svona gjörólíkum hætti? Er þetta bara ég sem sé raunveruleikann og sannleikann svona skýrt og tært
Ingi Geir Hreinsson, 28.4.2007 kl. 10:50
Já Ingi Geir, þú ert ljósið sem ættir að lýsa okkur í myrkrinu, handhafi hins eina sanna sannleika og guð....æi, nei, kannski ekki alveg guð en svona nálægt því.
Ibba Sig., 28.4.2007 kl. 12:19
Nei Ingi minn...það er ég sem sé svo skýrt og greinilega hvað er í gangi. Eitthvað annað en allir hinir pólitísku rangeygingarnir!
Er það ekki rétt hjá mér annars að það er alltaf bara einn sem ´ser betur enn hinir ..eða geta það verið fleiri í einu???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 13:02
Elsku kerlingin.... jæja þarna er þá eitt sem VIÐ EIGUM EKKI sameiginlegt! Pólitík semsagt og óheft tilfinningaflæði í tengslum við kosningarnar. Jebb mín kæra það fer meira í taugarnar á mér ef mjólkin klárast, en þetta endemis röfl, röbl og raus....lifðu heil í gegnum dagana fram að vonbrigðunum og vonandi kemstu sprellfjörug útúr þessu
Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 19:18
Já, ég hef nú lifað þær nokkrar af, kosningarnar. Og í þetta sinn verð ég ekki á landinu síðustu dagana, kem reyndar heim á kosningadaginn og næ því að sjá kosningasjónvarpið.
Ibba Sig., 30.4.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.