7.5.2007 | 16:16
Sígaunum vísað úr landi
Sá á mbl.is að 19 rúmenum hefði verið vísað úr landi. Gef mér það að þarna hafi verið um að ræða sígaunar sem hafa verið á ferðinni hérna undanfarið.
Ég er nokkuð róleg yfir fullorðnu fólki sem kýs að vinna fyrir sér hér með því að "spila" á harmonikkur og fiðlur. En þegar það fer að nota börnin sín til þessarar iðju þá kemur upp á mér kryppan og sést í vígtennurnar.
Þoli ekki að sjá börnin þenja nikku tímunum saman eða liggja í fangi móður sem situr og betlar. Greyin fá engu um þetta ráðið og eiga betra skilið.
Annars hlýtur betl að gefa vel af sér. Einhver ástæða er fyrir því að heilu þjóðflokkarnir kjósa að lifa á þeirri iðju.
Svo hefur heyrst að sígaunarnir steli öllu steini léttara. Ég vil samt ekki alhæfa um hópinn en þjófum ætti alltaf að refsa, sama hverrar þjóðar þeir eru.
Og svo sefur aumingjans fólkið úti, brrr.
Athugasemdir
Sígaunar hafa alltaf heillað mig...alltaf einhver framadni ævintýrablær yfir þeim og ferðalögum þeirra og frelsi. Litrík föt og kristallskúlur ásamt klingjandi skarti fylgir þeim. Núna finnast mér þeir lítið ehillandi. Það er alltaf vandræðaástand í bænum þegar eir koma. Planta sér á bílastæðin við súpermarkaðinn og neita sig að hreyfa. Öryggisverðirnir í búðinni eru alveg sveittir við að taka þá sem eru að stela búsi og koma krökkunum þeirra út sem troða hverju sem kemst undir peysna þeirra á sig. Fyrir utan standa svo s+igaunakellingarnar..já ég kalla þær kellingar og rífa kjaft yfir hversu allir séu ömurlegir við þeirra fjölskuyldur. Þegar kvöldar er svo partý og búsið drukkið sem náðist að stela og ef þarf er bara skitið í næstu garða. Og þeir eru reiðir og illir..vilja sinn rétt en eru ekki tilbúnir á neinn hátt að gangast undir reglur samfélagsins. Flestir eru þeir á bótum og keyra um á flottum bílum sem draga hjólhýsin þeirra.
Jamm..mér finnst ekki lengur neinn ævintýrablær á sígaununum...og anda alltaf léttar þegar þeir yfirgefa bæinn og halda á næsta stað.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 16:56
Æi já þetta er nöturlegt með börnin sem fylgja þeim. Afhverju ætli þeir haldi áfram þessu flakki mann fram að manni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 17:41
Þeir hafa verið mjög áberandi undanfarið nikku leikararnir fyrir utan stórmarkaðina. Sitja þarna glaðlegir og útiteknir og nokkuð lúnknir á nikkuna. Og hafa haft eitthvað upp úr krafsinu
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.5.2007 kl. 08:55
Æi, erum við nokkuð of föst í staðalmyndunum núna? Það eru vasaþjófar alls staðar. Myndavél var einu sinni stolið af mér í London. Ég sá ekki betur en að þjófurinn væri albreskur í útliti. Veskinu mínu var líka einu sinni stolið í Mið-Austurlöndum. Ekki voru það sígaunar á ferð. M
Mér finnst fréttaflutningurinn af þessari brottvísun skrítinn og enginn botn kominn í það hvort að fólkið braut í raun eitthvað af sér, eða hvað?
Svala Jónsdóttir, 9.5.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.