Ég er flink að kjósa!

Ég fór á utankjörfund á þriðjudag og uppfyllti þar mínar borgaralegu skyldur. Eftir því var tekið hvað ég er flink i að kjósa,  hvað ég gerði það vel og hversu rétt ég kaus. Sjálf var ég bara nokkuð ánægð með mig, ég hélt þéttingsfast um stimpilinn (já, maður fær að stimpla listabókstafinn á kjörseðilinn) og stimplaði ákveðið í miðju seðilsins. Svo stóð ég dágóða stund og dáðist að handverki mínu. Fallega essið ljómaði og ég gekk út í vorsólina vitandi að ég hafði staðið mig vel. 

Ég vona bara að aðrir landsmenn fari að mínu fordæmi og vandi sig við þetta. Þá fer allt vel.

Annars er ég á ferð í landi Englanna (Englandi) og er þegar þetta  er skrifað á fleygiferð í lest. Mikið er skemmtilegt að geta dregið upp tölvuna, farið á netið og fylgst með kosningaspennunni heima á meðan ferðast er, í stað þess að sitja og góna á enskt sveitalandslag.

Það er nú samt líka hasar hér. Þegar lestin var rétt lögð af stað fékk maður hjartaáfall hér rétt hjá mér (eða ég greindi það svo úr mínu leikmannasæti). Spurt var i kallkerfinu hvort læknir væri um borð og ég var að hugsa um að bjóða mig fram, hef horft á marga ER þætti og treysti mér því til að leysa ýmis læknisfræðileg mál. Um það bil sem ég stóð upp úr sæti mínu ruddist menntaður læknir fram hjá mér og kom manninum með hjartaáfallið til aðstoðar. Algerlega týpískt hvernig karlarnir halda alltaf að þeir séu betri en við konurnar. Ha?

Svo vona ég að flugfélagið flytji mig heim í tæka tíð fyrir kosningasjónvarpið og fertugsafmælið sem er á laugardagskvöld en ég á að lenda um miðjan dag.

Ciao 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég ætla líka að vanda mig alveg svakalega! Mitt ess kemur ábyggilega til að glansa í gríð og erg við geislabauginn minn!!

Bið að heilsa systir þinni... geri bara ráð fyrir því að þú hittir hana. Smelltu á hana kossi og þú mátt eiga þennan

Heiða B. Heiðars, 11.5.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þessir karlar halda alltaf að þeir geti gert betur.  Pirr!  Hver á afmæli aftur?  Ekki átt þú afmæli sama dag og hann Oliver minn?  Þá ertu meiri engill en ég hugði og var ég nú nokkuð hrifin af þér fyrir. 

Kaus í gær.  Mitt fagursvarta Vaff veinaði af hamingju beint framan í mig.  Vaff húsbandsins blikkaði hann (en hann heldur nú að allir séu alltaf að reyna við sig)  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Heyrðu, ég kaus líka á þriðjudaginn og ég var LÍKA á Englandi þegar var kosið. Ég reyndar kom ekki fyrr en seint um kvöldið eftir spretthlaup í gegn um ALLAN Heathrow flugvöll, frá enda til enda.

Og Æ Á OOOOOH, hættu að láta mig í bömmer yfir að vera karlmaður. Þú veist, við erum stundum gagnlegir............. bíddu er að hugsa............ við opnum dósir, eeeerrm, skiptum um dekk................ skiptum ekki ótilneyddir um bleyjur (sem ég hef þó gert mjög oft, meira segja á fullorðnu fólki  ÖÖÖRGH)............. púff, mér dettur fátt annað í hug. Þarf að endurskoða heimssýn mína og lífsviðhorf. Ertu með umsóknareyðublað í femínistafélag norðurþingeyinga???

Ingi Geir Hreinsson, 16.5.2007 kl. 09:33

4 identicon

Takk fyrir skemmtunina.  Mér finnst þú ættir að vera opinberari persóna ... með eigin skemmtiþátt - í útvarpinu frekar en sjónvarpinu held ég - svo ég fái að halda í mína mynd af Ibbu minni.

 Gogo girl.

Ásdís (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband