Flott hjá Samfylkingu, ekki eins smart hjá Sjöllum

Ég er nokkuð hrifin af ráðherravali Samfylkingarinnar. Hefði þó frekar viljað sjá Ágúst Ólaf inni en Björgvin. Enda var Ágúst augljóslega svekktur yfir sínum hlut. En hann er ungur enn og fær örugglega að vera með næst. 

En listi Sjalla er algerlega geldur og dýralæknirinn er aftur settur í fjármálaráðuneytið, arg! Og sem fyrr bera konur skarðan hlut frá borði. Ég er mjög tvístígandi með hvað mér finnst um að Björn sé enn ráðherra dóms- og kirkjumála því ég er afskaplega ósammála honum með margt en ég veit líka að hann er dugnaðarforkur og hann hefur reynst þeim geira sem ég starfa í afskaplega vel og komið mörgum góðum málum í gegn, hratt og örugglega. Það er ekki slæmt að eiga svoleiðis hauk í horni. En bjarta hliðin er sú að Sturla er farinn úr stjórn enda er hann imbecile, eða því sem næst. 

Mikið hlakka ég til að sjá málefnasamninginn sem birtur verður í fyrramálið.  


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, sammála, sammála.  Til hamingju. Ég er reyndar ánægðust með Jóhönnu í velferðarmálaráðuneytið.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Líst afar vel á Jóhönnu og Þórunni líka.

En Björn verður varla þarna nema í eitt eða tvö ár. Þá hlýtur tími Guðfinnu að koma!

Svala Jónsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ekki Guðfinna, Svala. Það verður erfðaprinsinn Bjarni Ben.

Ingi Geir Hreinsson, 23.5.2007 kl. 16:11

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og hvað finnst þér um málefnasamningin Ibba?

Ég þori varla að segja það... en ég held að Björn Bjarna hefði verið fínn í Heilbr.ráðuneytið...svona kall sem þorir að gera óvinsæla hluti og ekki veitir af þar. Held að Guðlaugur sé of.... mikill plebbi 

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Ibba Sig.

Ég vil sem minnst kommenta á þennan málefnasamning, hann er svo loðinn að það er varla hægt. En ég segi eins og Beta, engin gæsahúð. 

Og Jón Kristófer, ég vann svo sem ekkert gegn stækkun nema á blogginu mínu og í samtölum við fólk og ég kaus á móti. Ég vona bara að mínum flokki beri gæfa til að fara skynsamlega í málin. 

Og sjallar eiga að skammast sín fyrir það hvernig  þeir fara með konurnar í flokknum. Konurnar í flokknum ættu líka að skammast sín fyrir að láta þetta yfir sig ganga enn og aftur. Alltaf eru þær óhæfari en karlarnir. Iss!

Ibba Sig., 24.5.2007 kl. 10:38

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bara að knúsa þig í tilefni dagsins

Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já og þetta bull í sjálfstæðismönnum að það skipti engu máli hvort það sé kona eða karl.Ég spyr þá bara: þurfa sjálfstæðismenn ekki að fá fleiri dugmiklar konur til sín? Það er aumkunarvert að að stærsti stjórnmálaflokkur landsins skuli bara hafa eina hæfa konu til að gegna ráðherra embætti.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband