17.6.2007 | 20:36
Gasalega þreyttur 17. júní
Hvað er með 17. júní? Meiri leiðindin sem þessi dagur er orðinn. Ég fór með hluta ómegðarinnar í bæinn, þ.e. þann hluta sem svona viðburðir höfða mest til. Og þetta voru bara endalaus leiðindi, langar biðraðir í ljót tívolítæki og hoppikastala, stór sleikjó með tilheyrandi klístri og léleg skemmtiatriði.
Hápunktur skemmtiatriðanna í mínum bæ var þegar Karíus og Baktus karakterar stóðu á sviðinu og bulluðu. Besti brandarinn þeirra var að hvalur hefði komið upp úr sjónum og prumpað á þá! Algerlega brilljant og hverrar krónu virði
Börnin nenntu þessu ekki og báðu um að fara heim. Við fórum í staðinn í Garðheima og þaðan í kirkjugarðinn þar sem við sinntum látnum ættingjum.
Kannski segir það sitt um 17. júní hátíðarhöldin að kirkjugarðurinn sló þeim út. Kannski af því að við sáum kanínu í Öskjuhlíðinni?
Held að það sé kominn tími til að endurskoða allt dæmið.
Athugasemdir
Hahahaha þú klikkar ekki en rétt er það, dagurinn er ekki svipur hjá sjón. Síjú
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 21:27
Risessan slær út sjautjándana undanfarin 10 ár eða svo!!
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 02:03
Segi það nú..voru ekki Halli og Laddi einu sinni á svæðinu??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 12:37
Já, þetta var svona frekar... bleh. Við nenntum ekki að horfa á "skemmtiatriðin" heldur fengum okkur bara sæti fyrir neðan Lækjarbrekku og fíluðum sólskinið. :)
Svala Jónsdóttir, 18.6.2007 kl. 22:21
Ég er svo fegin að þurfa ekki lengur með stelpurnar niður í bæ. Man eftir biðröðum og síðan vonbrigðum þegar ferðin sem beðið var eftir í hálftíma tók hálfa mínútu. Sárir fætur og mannmergð
Sú yngri fór með vinkonu og vini og skemmti sér vel. Eldri var bara heima í rólegheitum með gamal settinu..
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.