Gasalega þreyttur 17. júní

Hvað er með 17. júní? Meiri leiðindin sem þessi dagur er orðinn. Ég fór með hluta ómegðarinnar í bæinn, þ.e. þann hluta sem svona viðburðir höfða mest til. Og þetta voru bara endalaus leiðindi, langar biðraðir í ljót tívolítæki og hoppikastala, stór sleikjó með tilheyrandi klístri og léleg skemmtiatriði. 

Hápunktur skemmtiatriðanna í mínum bæ var þegar Karíus og Baktus karakterar stóðu á sviðinu og bulluðu. Besti brandarinn þeirra var að hvalur hefði komið upp úr sjónum og prumpað á þá! Algerlega brilljant og hverrar krónu virðiGetLost

Börnin nenntu þessu ekki og báðu um að fara heim. Við fórum í staðinn í Garðheima og þaðan í kirkjugarðinn þar sem við sinntum látnum ættingjum.

Kannski segir það sitt um 17. júní hátíðarhöldin að kirkjugarðurinn sló þeim út. Kannski af því að við sáum kanínu í Öskjuhlíðinni?

Held að það sé kominn tími til að endurskoða allt dæmið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha þú klikkar ekki en rétt er það, dagurinn er ekki svipur hjá sjón.  Síjú

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Risessan slær út sjautjándana undanfarin 10 ár eða svo!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 02:03

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segi það nú..voru ekki Halli og Laddi einu sinni á svæðinu??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.6.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, þetta var svona frekar... bleh. Við nenntum ekki að horfa á "skemmtiatriðin" heldur fengum okkur bara sæti fyrir neðan Lækjarbrekku og fíluðum sólskinið. :)

Svala Jónsdóttir, 18.6.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég er svo fegin að þurfa ekki lengur með stelpurnar niður í bæ. Man eftir biðröðum og síðan vonbrigðum þegar ferðin sem beðið var eftir í hálftíma tók hálfa mínútu. Sárir fætur og mannmergð

Sú yngri fór með vinkonu og vini og skemmti sér vel. Eldri var bara heima í rólegheitum með gamal settinu..

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband