Ótrúleg afrek vikunnar

Ég er komin í sumarfrí og við Ibbi höfum verið ótrúlega dugleg síðustu daga. Sl. vikur reyndar því ekki er langt síðan við tókum tvö barnaherbergi í gegn, ný húsgögn, allt drasl sorterað og heilum  vörubílshlössum af drasli var hent. Mátti til með að deilaafrekum síðustu daga með þessum þremur sem lesa þetta blogg.
 
  ScreenHunter_02 Jul. 25 01.07

 

Við byrjuðum á því að skipta um glugga í stofunni, hér má sjá glænýja guggann í allri sinni dýrð. Tek fram að bláu stólarnir sem sjást í garðinum eru eitt af því sem er á hraðri leið á haugana enda urðum við svo fræg að fjárfesta í flottu garðsetti fyrr í mánuðinum. 
 

 

 

 

ScreenHunter_03 Jul. 25 01.08

 

Á meðan Ibbi vann í glugganum tók ég stofuhillurnar og málaði þær upp á nýtt svo nú eru þær skjannahvítar. Við Ibbi notuðum páskafrí fyrir nokkrum árum til að hanna og smíða þær. Á myndinni má sjá hluta þeirra en þær eru heldur stærri, ná yfir heilan vegg. Einnig málaði ég vegginn á bak við þær steingráan og þá þurfti náttúrulega að mála stofuna og borðstofuna upp á nýtt. Í leiðinni var um 18 tonnum af drasli, bókum, videóspólum og fleiru komið í lóg.

 

 

 

 

 

  ScreenHunter_01 Jul. 25 01.06

Við fengum okkur nýtt eldhús í desember en áttum alltaf eftir að leggja lokahönd á það. Vantaði eitthvað á tvo staði en fundum ekkert sem hentaði í öllum þessum búðum sem til eru. Svo við keyptum eitthvað fatahengissystem í Ikea og notuðum úr því stangirnar til að gera þessa forláta hillu. Við erum nokkuð ánægð með útkomuna og þetta smellpassar inn í nýja eldhúsið mitt.  

 

 


 

 

 

Að auki er búið að sortera allt drasl og þrífa til andskotans á miðhæð hússins. Og ég lá á hnjánum i allan dag að hreinsa og bera á parketið. Rosa verður gott að vakna í fyrramálið í draslinu uppi. Ég ætla sko að vera fljót að koma mér niður í fínheitin. 

Ps. Fyrirgefið öll auka bilin í færslunni, ég get ekki lagað þetta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flottur gluggi og mjög flott stytta í glugganum!!! Smart að láta hana halda á kerti á dimmum vetrarkvöldum og lýsa upp nýja gluggann.

Mikið eruð þið búin að vera dugleg. Já ég er ein af 3 sem lesa bloggið þitt

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 01:37

2 Smámynd: Ibba Sig.

Já, þessi stytta er einn af mínum uppáhalds, uppáhalds hlutum. Tekur sig vel út í nýja glugganum. 

Ibba Sig., 25.7.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Vá, enginn smá dugnaður! Og allt mjög flott hjá ykkur.

Viltu ekki koma norður næst og taka til hjá mér?

Svala Jónsdóttir, 25.7.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Eitthvað þessu líkt hefði ég þurft að gera í mínu fríi. Nei nei mín bara gerir allt annað en en að taka til í sínum ranni. Segi alltaf að það geti beðið haustsins - síðan getur það beðið vetrarins, þá vorsins og loks sumarsins.......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingibjörg maður hendir ekki bókum.  Maður fer með þær til fólks sem maður þekkir.

En þú ert bæði rosalega sæt og dugleg.  Ibbi ekki sem verstur heldur. Ég er ein af 7 áfskrifendum bloggsins.  Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband