Mér finnst þetta bara ekkert í lagi

Ég var tæpar 40 mínútur á leið í vinnu í morgun. Ef ég ek þessa sömu leið að kvöldi til er ég um 10 mínútur. 

Mér finnst bara ekkert í lagi við að þúsundir höfuðborgarbúa sitji fastir í umferð 1-2 tíma á dag til að komast til og frá vinnu. 

Höfuðborgarbúar greiða 2/3 af öllu fé sem fer til vegamála en fá um 1/3 af framkvæmdafénu.

Hvað ætli það kosti þjóðarbúið að hafa allt þetta fólk sitjandi á götum borgarinnar þegar það gæti verið að framleiða?

Ótrúlega pirrandi dæmi.  

angrywomen.500


mbl.is 36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hvað á það líka að þýða að búa í Hafnarfirði!! En grínlaust þá hlýtur þetta að vera óþolandi. Ég þekki þetta ekki af eigin raun því rúnturinn okkar er mjög einfaldur; Vogahverfið - RÚV - Borgartún. Og tómstundir stelpnanna allar í strætó/göngu/hjóla fjarlægð.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.8.2007 kl. 14:34

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvernig væri nú að nota strætó eða reiðhjólið og hætta þessu væli. Þú átt hvort sem er ekki fyrir útblæstrinum. (Kolefnisjöfnunargjaldinu). Þegar þú verður búin að nota strætó í nokkurn tíma, geturðu tekið undir með hinum og krafist þess að fá frítt í strætó. Hugsaðu þér sparnaðinn við viðhald gatnakerfis borgarinnar ef allir notuðu frían strætó til og frá vinnu. Borgin og ríkið mundu spara mun meira en nemur rekstrarkostnaði við strætó. Bara að nota hugarflugið og litla vasareikninn. Þá þyrftirðu ekki að metast við okkur landsbyggðafólk, hvort borgi nú meira. Annars er alveg sjálfsagt að hætta öllum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni, halda okkur við einföldu brýrnar í Austur-Skaftafellssýslu meðan þær hanga uppi, fletta olíumölinni af þjóðvegunum, svo sem eins og tveimur kílómetrum af hverjum þremur, flytja það til Reykjavíkur og rúlla því á Miklubrautina. Væri það ekki ásættanlegt? Fyrir okkur landsbyggðafólk væri það fín lausn að því tilskyldu að þið hélduð ykkur þá innan borgarmarkanna og væruð ekki að þvælast um þjóðvegina, ausandi yfir okkur rykinu í tíma og ótíma.

Þórbergur Torfason, 29.8.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Á ég ekki bara að lána þér góða skó????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Ibba Sig.

Patrik: Jú, ég hef prófað að hjóla í vinnuna, tekur um 70 mínútur sem ég bara hef ekki á morgnana, nema á sumrin þegar ég þarf ekki að koma ómegðinni í skólann, Strætó virkar ekki heldur, þarf að taka þrjá vagna til að komast í vinnu. Svona er líf okkar nútímakvenna. 

Þórbergur:  Ef ég spara og spara í nokkra mánuði gæti ég kannski lagt út fyrir kolefnisjöfnunargjaldinu.

Katrín: Kannski geta skórnir þínir flutt mig til og frá vinnu og börnin í skólann.  

Ibba Sig., 29.8.2007 kl. 20:15

5 identicon

Óþolandi ástand.  Ég prísa mig sæla, mín leið Kópavogur - Árbær tekur sléttar 7 mínútur. Lovlí.

Danadrottning (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Bifhjól eru til sölu. Þau eru svo fljót í ferðum að farið hefur verið á þeim á 19 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.“

Svona hljóðað auglýsing í blaðinu „Reykjavík“ þann 15. júlí 1905

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3245

Birgir Þór Bragason, 30.8.2007 kl. 20:33

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Náttúrulega tóm vitleysa að vera að búa í Hafnarfirði, kona mín góð. Þú ættir að flytja í Kópavog. Það er gott að búa í Kópavogi. ;)

Annars ættu fyrirtæki og skólar á höfuðborgarsvæðinu að geta leyst þetta að miklu leyti með því að breyta opnunartíma og mætingu, þannig að sumir mættu kl. 8, aðrir hálf níu, sumir kl. níu, aðrir hálf tíu o.s.frv.

Svala Jónsdóttir, 2.9.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband