30.8.2007 | 20:20
Myndir af öllu allsstaðar
Símar í myndavélum eru þarfaþing. Nú eru til myndir af öllu og þær eru komnar á fjölmiðlana um leið. Ég var soldið hrifin af þessari, sérstaklega kallinum sem er út í glugga á húsinu sínu og ráðalausri stúlkunni í litla, svarta ballkjólnum.
Ég man eftir nokkuð heitri umræðu um svona myndir af vettvangi sem fram fór fyrir nokkrum árum. Þá hafði bíl verið ekið út af Reykjanesbraut og hann oltið. Hópur flugfreyja kom að slysinu og hófust handa við að velta bílnum á réttan kjöl, í pilsum og hælaháum skóm. Einhver á staðnum kaus samt frekar að draga upp símann sinn og mynda aðfarirnar.
Ekki voru allir sáttir við að myndin var birt í fjölmiðlum enda minnir mig að slysið hafi verið alvarlegt og aðstæður erfiðar. Nú eru hins vegar flestir búnir að sætta sig við þessa nýju tækni og afleiðingar hennar. Flestum fjölmiðlum er líka treystandi til að fara vel með myndir sem svona berast þeim.
![]() |
Bakkaði á fjölbýlishús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er hún á sokkaleistunum stelpugreyið
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 20:29
Ég heiti Alexandra og ég er stelpa og það er ég sem er útí glugga í húsinu:) og svo svona þér til fróðleiks er "stelpan" í svartaballett kólnum fullorðin pólsk kona ;)
Alexandra (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:45
Fyrirgefðu Alexandra að ég skyldi halda að þú værir kall. Svona eru gæðin á myndunum úr þessum myndsímum.
Var þessi pólska kona bílstjórinn?
Ibba Sig., 30.8.2007 kl. 21:20
Nei þetta er kona mannsins sem keyrði bílinn
Alexandra (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:29
Á öðrum bloggum sé ég að fólk hefur bókað að það hafi verið ljóskan sem keyrði bílinn. Sjálfur gerði ég það líka. Þetta smellpassaði svo inní staðalmyndina af heimsku og klaufsku ljóskunni. En ef þetta hefur verið kall sem stjórnaði bílnum þá hefur þetta náttúrlega bara verið óheppni hjá greyinu og ljóskan verið að trufla hann eitthvað með fávíslegum spurningum
P.s. Hvað kallast það þegar ljóska lætur lita hárið dökkt? Gervigreind
Jón Bragi (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 06:54
Augljóst að það var háraliturinn sem truflaði bílstjórann..maður veit svo sem ekkert hvað hún var að segja....Maðurinn gæti hafa verið í sjokki yfir gáfum hennar og greind og ekki getað haft augun af þessum....kjól!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 15:28
Gaman að þessu skúbb í beinni. Gott að þú skyldir koma inn hér Alexandra mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.