Vildi hafa hárið hans Dags og fleira ómerkilegt stöff

Ég er alltaf að velta því fyrir mér að gerast aktívur bloggari. Hef oft margt að segja og langar að tjá mig. En hef tekið þá ákvörðun að blogga ekki í vinnutíma, nóg annað að gera þá, og þegar ég kem heim á daginn er ég eitthvað svo tóm og hef ekkert að segja.

 ScreenHunter_07 Oct. 11 18.17

En dagurinn í dag var skemmtilegur og spennandi. Byrjaði í ondúleringu og svo fengu Reykvíkingar nýjan borgarstjóra. Oh, ég vildi að ég væri með hár eins og Dagur, svo dökkt, þróttmikið, glansandi og liðað. Ég myndi samt láta það vaxa og fá mér smart klippingu.

 

Ég held hann sé með svona glaður á myndinni af því að hann er með svo ræktarlegt hár. 

ScreenHunter_10 Oct. 11 18.20

Hvað eru Sjálfstæðismenn að pæla þegar þeir ákveða að tala eins og þeir hafi ekki gert neitt rangt nema "standa við prinsippin sín." Halda þeir að fólk muni ekki hvað gerðist í siðustu viku? Halda þeir að það sé bara hægt að koma og standa eins og vel uppraðaður barnakór og ljúga borgarbúa fulla með orðum eins og eining, prisipp, vinátta og bræðralag? Mér er eiginlega skítsama hvernig stjórn er í Reykjavík fyrst þessir sjálfumglöðu ungliðar hafa fengið sparkið. Þoldi aldrei yfirlætisfullt glottið þegar þau tjáðu sig um mál eins og þau ein hefðu höndlað sannleikann en við hin værum bara vitleysingar, ráfandi í myrkrinu. Arg.

 

 Vona að Robin, kona Dr. Phil, sé með stórt hlutverk í þættinum í dag. Þá get ég sleppt því að horfa því hún er svo mikil hörmung (Dr. Fil er svo aumingjagóður að hann er að troða allri fjölskyldu sinni og ömmu hennar í þættina sína). En þá horfi ég á alla fréttatímana frá upphafiu til enda. Ok, þátturinn byrjaður og Bill Cosby er gesturinn, ég yfir á fréttir um leið og þær byrja.

 

Og ég ætla ekki að elda í kvöld, er bara ekki í stuði. 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, er einhver post-gelgja í gangi.  Nennir ekki, ætlar ekki, dem, dem, dem.  Mín í uppreisn.  Hárið á Degi þróttmikið?  That´s one way of seeing it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, kannski hárið gæti verið flott á þér, en það er ekki flott á honum.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband