Alltaf verið að stela af mér!

Þeir sem þekkja mig vita að ég er afskaplega vel upplýstur neytandi enda eru neytendamál allskonar mér hugleikin. (Já, ég veit, það er nördalegt en svona er ég bara)

Undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hversu miklu íslensk fyrirtæki stela af almenningi. Þá er ég ekki að tala um okur, heldur hreinan þjófnað. 

ScreenHunter_02 Oct. 27 21.13Um daginn var ég í Bónus að kaupa inn fyrir fjölskylduna. Karfan kostaði einhvern 16000 kall og meðan Ibbi raðaði vörunum í bílinn kíkti ég á innkaupalistann. Sá strax að ég hafði verið rukkuð allt of mikið fyrir kjúkling sem ég keypti. Ég fór aftur í búðina og fékk leiðréttingu upp á rúman 400 kall. Reyndar er leiðinlegt að fara inn og röfla. Sækja þarf einhvern yfirmann á kassann til að laga hlutina og á meðan stendur öll röðin og bíður eftir afgreiðslu, bölvandi helv...kellingunni sem er með vesen út af einhverjum smáaurum.

En ég fékk peningana mína og fór aftur í bílinn. Var þá komin í ham og kíkti á restina á kassakvittuninni. Sá þá að ég hafði greitt tvisvar fyrir Gullostinn en ég keypti bara einn. Svo ég fór aftur inn og var með vesen.

Þarna var Bónus næstum búið að hafa af mér 7-800 kall í einni innkaupaferð. Ekkert mál að vera alltaf með lægsta verðið í könnunum en hirða svo bara af manni 4-5% álagningu með svona mistökum. Reyndar heyrir maður að svona vinnubrögð séu alls ekki óþekkt hjá helsta keppinautinum, Krónunni.

Nokkrum dögum síðar átti ég leið í apótekið þar sem ég keypti mér m.a. púður á mína fögru ásjónu. Það var vel merkt í hillu, kostaði um 2900 krónur. Á kassa fannst mér reikningurinn eitthvað hár og skoðaði málið. Og jú, það var verið að rukka 3300 kall fyrir púðrið. Þar var næstum stolið af mér 400 kr.ScreenHunter_03 Oct. 27 21.16

Flestir sem ég tala við segjast aldrei fara yfir kassakvittanir og ekki pæla mikið í þessu.  Ég velti því fyrir mér hvaða upphæðum íslensk fyrirtæki eru að ná svona af neytendum á hverjum degi. Ég er viss um að það eru stórar upphæðir, svona miðað við mína reynslu sl. daga.

Nú má segja að það séu örugglega gerð mistök í hina áttina líka, þ.e. að eitthvað sé undirverðlagt eða gleymist að stimpla það inn. En ég fylgist líka með því og það er því miður ekki að gerast eins oft, eða eiginlega bara aldrei.

Skrítið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, hvað ég er græn.  Ég les aldrei yfir strimla, fylgist ekki með neinu, gái sjaldnast að verði og læt eins og ég sé Rockerfeller, ég sverða.  En nú mun ég taka þig til fyrirmyndar töffarinn þinn og ég sé þig fyrir mér við kassan með kassakvittunina á lofti.  Bara flott.  Þú ert líka svo sæt

Ég er ekki að grínast þegar ég segi þér að ég mun breyta um stíl í búðinni því af hverju skyldi maður vera að treysta stórfyrirtækjum fyrir bókhaldinu?  Ha?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég mun hafa arnaraugu á mínum kassakvittunum hér eftir og mæli með að aðrir geri slíkt hið sama. Verður frekarhallærislegt fyrir fyrirtæki að þurfa að hafa leiðréttingarstarfsmann við hvern kassa svo fólk fái til baka peningana sína sem verið er að stela af þeim svona beint fyrir framan alla. 

Flott hjá þér IBBA neytenavörður almúgans!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí Beta, "létt þrif" á þínu heimili? Með alla þessa grislinga?

Ibba Sig., 28.10.2007 kl. 19:03

4 Smámynd: SM

ég hef vanið mig á að tékka alltaf á kvittununum. Vá þú lentir aldeilis í því, en Bónus og Krónan undantekningalaust rukka vitlaust.

SM, 29.10.2007 kl. 03:38

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góð ábending! Afhverju lifum við ekki í anda Dana - bara taka þá til fyrirmyndar velta hverri einustu krónu fyrir sér, ég skil ekkert í því að við skulum ekki vera búin að læra þettA AF ÞEIM EINS OG VIÐ HÖFUM MIKIÐ VIÐ ÞÁ AÐ SÆLDA.

Edda Agnarsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Ragnheiður

aha..lenti í þessu um daginn en sá það ekki fyrr en heima. Það voru reyndar ekki nema 59 krónur en ef margir borga auka 59 krónur þá potast það upp í smáupphæð.

Takk fyrir pistil...þörf áminning

Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband