Eins og Össur

Nú ætla ég að gera eins og Össur, þ.e. blogga næturblogg. Er vanalega ekki vakandi á þessum ókristilega tíma en eins og ég óttaðist í dag þá þurfti ég að rjúka til vinnu í kvöld. Náði samt að horfa fyrst á þáttinn um hvernig maður getur verið sætur allsber og lærði nottla helling. Þessi Gok er alveg að rokka!

Og um hvað bloggar maður á nóttunni? Ég er ekki í stuði fyrir pólitík og útsaum, aukna nyt í kúm eða stöðu evangelísku kirkjunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Á samt alveg eftir að blogga um Britney og skonsuna en held að aðrir hafi tæmt þann brunn. Er í raun ekki í stuði til að blogga um neitt, hálsbólga að læðast í mig og mig langar heim að kúra í heitu bóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús í rokið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband