Niðurdregnir fordómar

Umræður um veikindi nýs borgarstjóra hafa verið fyrirferðamiklar í þjóðfélaginu undanfarið. Eðli veikindanna, þ.e. að þau hafi verið andleg, virðist skipta þar miklu máli enda eru rasandi fordómar gegn geðveiku fólki ansi víða.

En tekur það ekki út yfir allan þjófabálk þegar læknirinn og sjúklingurinn sjálfur, þ.e. Ólafur F. , opinberar fordóma sína gagnvart eigin veikindum með því að þora ekki að kalla þau sínum réttu nöfnum, loksins þegar hann tjáir sig um þau, heldur segist hafa verið "niðurdreginn". Er það formleg sjúkdómsgreining?  

Ég er frekar niðurdregin í dag, hugsa að ég verði það út alla vikuna. Ætli Ólafur gefi mér vottorð fyrir vinnuna út á það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jamms, góður punktur hjá þér...ég er líka frekar niðurdregin þessa vikuna

Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband