23.4.2008 | 14:12
Ljóta lögga!
Ótrúlega kjánalega að verki staðið hjá löggunni. Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð en það þarf kannski að kenna okkur Íslendingum að það borgi sig að hanga heima og röfla úti í horni eins og við höfum gert undanfarna áratugi.
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að fordæming á aðgerðum lögreglu er ekki hið sama og stuðningur við málstað vörubílsstjóra. Ég tek samt hattinn ofan fyrir þeim að þora, geta og vilja.
Svo er bensínverðið orðið svo hátt að almennilegir mótmælendur hafa ekki einu sinni efni á Molotov kokteilum!
Hvert er annars aldurstakmarkið svo tekið sé mark á manni í svona mótmælum?
Athugasemdir
Sammála, frekar óhuggulegt að horfa á lögregluna í stuði, með macið og allt.
Krúttið þitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:15
Þú ert ekki í lagi, segðu mér itt " af hverju á eldsneyti að vera ódýrara á Íslandi en annar staðar í Evrópu
Verum raunsæ.
Sturla (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:38
Hvað er það nákvæmlega sem þú ert ósátt við?
Ég verð að játa það að mér finnst það líka frekar óhugarlegt. En, burt séð frá lélegum málstað bílstjóranna, að þá gengur það ekki að aðalleiðum séu ítrekað lokað og stórhætta skapist í hvert skipti.
Ég er frekar hlynntur borgaralegri óhlýðni, en maður þarf samt að passa að ekki skapist hætta af henni og líka á hverjum aðgerðirnar bitna.
Ég hef heyrt um eitt (óstaðfest) dæmi um að lögreglan hafi gengið of langt, en það var við handtöku á manninum sem kastaði grjótinu í haus lögreglumanns.
Ingólfur, 23.4.2008 kl. 14:49
Sturla - hvar sagði ég að eldsneyti ætti að vera ódýrara á Íslandi en annars staðar?
Ingólfur - ég er ósátt við að löggan beiti ofbeldi á þann hátt sem við sáum í sjónvarpinu í dag. Enda var það ljóst að þetta múv lögreglunnar var olía á eldinn.
Ef aðgerðir eiga að bera árangur þurfa þær að bíta, taka í einhvers staðar. Og þessar aðgerðir bílstjóranna trufluðu umferð, það er satt, en enginn meiddist og ekkert skemmdist, ja, fyrr en löggan fór að beita sér.
Mér þætti gaman ef þú gætir nefnt borgaralega óhlýðni sem væri líkleg til árangurs en skapaði enga hættu eða bitnaði ekki á neinum óviðkomandi.
Ef einu mótmælin sem eru ásættanleg eru þau að sitja úti í horni og röfla þá breytist ekkert hér.
Ibba Sig., 23.4.2008 kl. 16:27
Mótmæli bílstjóra við fjármálaráðuneytið ollu ekki hættu og beindust að lítið að öðrum en starfsmönnum ráðuneytisins, verst var að ráðherrann var heima veikur.
Ganga mótmælenda frá Öskjuhlíð og hægði á umferð hafði mjög takmörkuð áhrif á almenning og olli mjög takmarkaðri hættu.
"Skrílslætin" í ráðhúsinu beindust bara að þeim sem var verið að mótmæla og sköpuðu ekki hættu.
Að klifra upp í krana finnst mér frekar barnalegt en það veldur bara mótmælandanum sjálfum hættu.
Ingólfur, 23.4.2008 kl. 16:41
Við ættum bara að þakka fyrir það að enn er ekki búið að vopna þessa drengi með taser byssum, eins og er víst blautur draumur yfirvalda. Þá væru e.t.v. einhverjir látnir eftir þessar aðfarir lögreglunnar í dag.
Lögreglumaðurinn sem gargaði "GAS, GAS, GAS" og sprautaði á hvað sem fyrir varð, var sinni stétt svo sannarlega ekki til sóma í dag.
Svala Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 21:27
Var hann ekki bara að vara við með þessum hrópum?
Ég vil ekki að löggan fái taser byssur en mér finnst það ekkert ósennilegt við munum getað "þakkað" vörubílstjórum fyrir það að BíBí fær núna stuðning við bæði varalögreglulið og taser.
Ingólfur, 23.4.2008 kl. 23:10
Í vinnunni er ég mikið í sambandi við þessa atvinnubílstjóra og núna er allt á suðupunkti hjá þeim flestum heyrist mér. Þeir eru að tala um að mæta allir undirbúnir fyrir átök.
Verður fróðlegt að sjá hvað löggan gerir með sinn 500 manna hóp þegar þeir sjá kannski 1000-2000 manns tilbúna í óreiðir.
Davíð (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.