Lognið á undan storminum

það er frekar rólegt í vinnunni í dag. Bara ýmis eftirfylgni verkefna og svoleiðis dútl. Sem er gott þar sem fram undan er annasamur mánuður, bæði í leik og starfi. Nú þegar er ég búin að bóka mig í sex rauðvínsdrykkjur í desember og svo þarf ég að halda þrjár afmælisveislur fyrir fjölskyldumeðlimi fyrir jól. Og ofan á þetta bætist að desember er víst annasamasti mánuðurinn í vinnunni. Ég hef svo sem aldrei reynt það á eigin skinni þar sem ég byrjaði bara hérna í vor en ég get ekki neitað því að ég hlakka svolítið til. Mér leiðist nefnilega of mikil lognmolla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband