Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2007 | 13:44
Mér finnst þetta bara ekkert í lagi
Ég var tæpar 40 mínútur á leið í vinnu í morgun. Ef ég ek þessa sömu leið að kvöldi til er ég um 10 mínútur.
Mér finnst bara ekkert í lagi við að þúsundir höfuðborgarbúa sitji fastir í umferð 1-2 tíma á dag til að komast til og frá vinnu.
Höfuðborgarbúar greiða 2/3 af öllu fé sem fer til vegamála en fá um 1/3 af framkvæmdafénu.
Hvað ætli það kosti þjóðarbúið að hafa allt þetta fólk sitjandi á götum borgarinnar þegar það gæti verið að framleiða?
Ótrúlega pirrandi dæmi.
36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.7.2007 | 14:40
Foreldravandamál á heimilinu
Úff, hvað það getur verið erfitt að vera foreldri. Börn eru svo sem ekkert mál, allavega ekki þegar miðað er við hvernig það er að vera foreldri unglings.
Akkúrat núna erum við Ibbi með einn slíkan á heimilinu og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Er hreinlega miður mín yfir svo mörgu og langar helst að leggjast í rúmið og sofa þar til viðkomandi er orðinn 21 árs og kominn aftur til okkar í mannheimum.
Ekki bætir úr skák sú tilhugsun að ég verð með unglinga á heimilinu a.m.k. næsta áratuginn og þá fleiri en einn. Úff, segi ég bara aftur.
Er samt búin að finna hvaða aðgerða ég get gripið til svo mér líði betur. Ég held að andlitslyfting sé málið. Ef ég bara fengi mér svoleiðis þá yrði þetta örugglega auðveldara. Var að skoða kostina á netinu í gær og sé að ég þarf, auk andlitslyftingarinnar, að láta laga efri augnlok, hökuna og bæta aðeins í efri vör. Held að kostnaðurinn sé þá rúmlega 400 þúsund krónur. Verð að fá mér visa til að geta sett þetta á rað.
Einhver með nafn á góðum lýtalækni? Ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.7.2007 | 01:25
Ótrúleg afrek vikunnar
Ég er komin í sumarfrí og við Ibbi höfum verið ótrúlega dugleg síðustu daga. Sl. vikur reyndar því ekki er langt síðan við tókum tvö barnaherbergi í gegn, ný húsgögn, allt drasl sorterað og heilum vörubílshlössum af drasli var hent. Mátti til með að deilaafrekum síðustu daga með þessum þremur sem lesa þetta blogg.
Við byrjuðum á því að skipta um glugga í stofunni, hér má sjá glænýja guggann í allri sinni dýrð. Tek fram að bláu stólarnir sem sjást í garðinum eru eitt af því sem er á hraðri leið á haugana enda urðum við svo fræg að fjárfesta í flottu garðsetti fyrr í mánuðinum.
Á meðan Ibbi vann í glugganum tók ég stofuhillurnar og málaði þær upp á nýtt svo nú eru þær skjannahvítar. Við Ibbi notuðum páskafrí fyrir nokkrum árum til að hanna og smíða þær. Á myndinni má sjá hluta þeirra en þær eru heldur stærri, ná yfir heilan vegg. Einnig málaði ég vegginn á bak við þær steingráan og þá þurfti náttúrulega að mála stofuna og borðstofuna upp á nýtt. Í leiðinni var um 18 tonnum af drasli, bókum, videóspólum og fleiru komið í lóg.
Við fengum okkur nýtt eldhús í desember en áttum alltaf eftir að leggja lokahönd á það. Vantaði eitthvað á tvo staði en fundum ekkert sem hentaði í öllum þessum búðum sem til eru. Svo við keyptum eitthvað fatahengissystem í Ikea og notuðum úr því stangirnar til að gera þessa forláta hillu. Við erum nokkuð ánægð með útkomuna og þetta smellpassar inn í nýja eldhúsið mitt.
Að auki er búið að sortera allt drasl og þrífa til andskotans á miðhæð hússins. Og ég lá á hnjánum i allan dag að hreinsa og bera á parketið. Rosa verður gott að vakna í fyrramálið í draslinu uppi. Ég ætla sko að vera fljót að koma mér niður í fínheitin.
Ps. Fyrirgefið öll auka bilin í færslunni, ég get ekki lagað þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 22:26
Má þetta?
Átti leið um Grundarfjörð í dag. Sá þá þennan bíl og rak í rogastans.
Er ekki bannað að auglýsa áfengi á Íslandi? Hliðar bílsins voru líka ansi vel merktar.
(Já, já, ég er gömul, tuðandi kelling).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 14:57
Gat skeð....
að þetta yrði svona.
Fyrsti dagur í sumarfríi, þ.a. alvöru samfelldu sumarfríi, og viti menn, engin sól og ég að vinna. Líka vinna á morgun og kannski hinn. Og svo allavega tvo daga í næstu viku.
Ég í rauða sundbolnum mínum með Baldursbrá í hárinu og lappann í fanginu.
Stóri brandarinn við þetta allt saman er að ég gæti alveg hafa verið í endalausu samfelldu fríi en næ alltaf að klúðra því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2007 | 23:14
Bíllinn hennar Jennýar
Var á rúntinum áðan og rakst á bílinn hennar Jennýar stórbloggara. Hlýtur allavega að vera hennar bíll, hver annar fengi sér montnúmerið "újeeee"?
Er mest hissa samt að hún skuli ekki hafa valið "súmí".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2007 | 11:44
Úff, þar fór í verra
Sú staðreynd að ég var klukkuð af henni Katrínu Snæhólm sem er klikkuð veldur því að ég þarf að blogga þrátt fyrir að hafa ekki verið í stuði til þess í soldið langan tíma.
En hér eru átta hlutir sem þið vissuð ekki um mig:
1.
2.
3.
....æi, ég get þetta ekki. Er búin að byrja nokkrum sinnum en hætti svo við allt. Eins og heilinn í mér sé í sumarfríi þrátt fyrir að líkaminn sé í vinnu. Samt vinn ég ekki við að moka skurði eða neitt svoleiðis.
PS! Katrín Snæhólm er ekkert mikið klikkuð en það passaði bara svo vel saman að ég væri klukkuð en hún klikkuð. Kapíss?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.6.2007 | 14:34
Blæti ritstjóra
Var ekki notað orðið blæti þegar íslenska átti enska orðið fetish?
Datt þetta svona í hug þar sem ég las orðróm Mannlífs og sá að enn og aftur láta ritstjórar undan fetishum sínum á síðum blaðanna.
En einn orðrómurinn hljómar svona:
,"sem ráðið hefur sig til mbl.is og skrifar djarfar beðmálssögur á blogg sitt er á forsíðu næstu Ísafoldar.Fullvíst er að forsíðan mun vekja gríðarlega athygli enda nær einstök í íslenskri tímaritasögu. Ellý talar tæpitunglaust í viðtali við Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Ísafoldar, og er víst að margir bíða eftir blaðinu sem kemur út í næstu viku. "
Þeir feðgar og félagar Jón Trausti og Reynir Trausta, ritstjórar Mannlífs og Ísafoldar eru að skíta á sig í þessum blöðum. Þau eru illa skrifuð og óspennandi. Svo er alveg sérstaklega pínlegt að þeir troða stelpunum sem þeim finnast vera hot í hvert einasta blað, og skítt með hvort þær hafi eitthvað að segja. Takið bara eftir Lindu P, Ellý og Brynju fréttakonu sem endalaust poppa upp á síðum blaðanna. Sé t.d. ekki betur en að Ellý verði allsber á næstu forsíðu Ísafoldar, allavega þegar maður skoðar bloggið hennar í samhengi við þessa færslu. Gvöð hvað ég er spennt!
Reyndar hef ég asnast til að kaupa Mannlíf einu sinni og Ísafold einu sinni vegna þess að í þeim voru greinar um áhugavert efni en í bæði skiptin voru greinarnar svo illa skrifaðar að þær voru ólesandi. Man að önnur þeirra fjallaði um Bush stjórnina og var greinilegt að greinarhöfundur raðaði saman paragraphs um efnið og þýddi svo allt heila klabbið svo úr varð samhengislaust rugl á vondri íslensku.
Það verður ekki annað sagt um Reyni, gamla skipstjórann, að hann fiskar stundum ágætlega en hásetar hans kunna ekki að gera að aflanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 13:59
Sumar og sól
Nú er sumarið sko komið. Risavalmúinn hjá nágranna mínum í næstu götu skartar nú sjö fagurrauðum blómum en fyrsta blómstrið boðar sumarkomu hjá mér. Og allt í einu fatta ég að ég á algerlega eftir að skipuleggja hvað ég ætla að gera. Er ekki einu sinni búin að skrá á mig sumarfrí í vinnunni. Ótrúlega skipulögð týpa.
Þrátt fyrir að hafa verið lítið virk á mínu bloggi hef ég verið dugleg að lesa annarra blogg. Undanfarið hafa afkimar mannlífsins sem maður verður allajafna ekki var við opinberast á bloggsíðum. Þar hefur maður fengið innsýn í heim fólks sem fær mann til að gapa. Þið vitið öll hvað ég er að tala um. Og eftir allan lesturinn brennur ein spurning í huga mér. Hvar eru félagasmálayfirvöld? Það er svo greinilegt að í þessum hópi eru einstaklingar *hóst*Imma og Halldóra*hóst*sem þurfa annan og betri félagsskap en sýknaða nauðgara og meinta níðinga. En nóg hefur svo sem verið skrifað um þetta og bæti ég þar engu við.
Hvað er málið með sólina? Ég er skíthrædd við húðkrabbamein, veit hvernig húðin eldist við of mikið sólarljós og allt það en um leið og gula fíflið glennir sig fæ ég mér frí í vinnu og leggst út, helst með olíu á öllum kroppnum, og baka mig klukkustundunum saman. Öll skynsemi fer lönd og leið um leið og skýin hopa. Skil þetta ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 20:36
Gasalega þreyttur 17. júní
Hvað er með 17. júní? Meiri leiðindin sem þessi dagur er orðinn. Ég fór með hluta ómegðarinnar í bæinn, þ.e. þann hluta sem svona viðburðir höfða mest til. Og þetta voru bara endalaus leiðindi, langar biðraðir í ljót tívolítæki og hoppikastala, stór sleikjó með tilheyrandi klístri og léleg skemmtiatriði.
Hápunktur skemmtiatriðanna í mínum bæ var þegar Karíus og Baktus karakterar stóðu á sviðinu og bulluðu. Besti brandarinn þeirra var að hvalur hefði komið upp úr sjónum og prumpað á þá! Algerlega brilljant og hverrar krónu virði
Börnin nenntu þessu ekki og báðu um að fara heim. Við fórum í staðinn í Garðheima og þaðan í kirkjugarðinn þar sem við sinntum látnum ættingjum.
Kannski segir það sitt um 17. júní hátíðarhöldin að kirkjugarðurinn sló þeim út. Kannski af því að við sáum kanínu í Öskjuhlíðinni?
Held að það sé kominn tími til að endurskoða allt dæmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)