Færsluflokkur: Bloggar

Djúpnæring og málið er dautt!

Aldrei þessu vant þá hef ég horft á alla Júórvisíon þættina þar sem lögin eru kynnt. Og aðeins einu sinni dró ég upp símann og kaus. Það var þegar Eiríkur Hauksson söng þetta fína lag, svona líka rokkaður og tekinn. Mmmm, það var alveg að gera sig hjá mér. 

Eiríkur

Setjum djúpnæringu í hárið á honum, kennum honum að segja "ég" í staðinn fyrir "sjég" og við vinnum þessa keppni í eitt skipti fyrir öll. 

 

 

 

eiríkur2

Verðum samt að finna einhvern annan sem er flinkur í "kære nordiske venner" málinu til að vera í hinum þáttunum þar sem liðið gagnrýnir lögin. En það er lúxusvandamál.  

  


Var mig að dreyma?

Ég var eitthvað að vesenast heima í gær og heyrði útundan mér auglýsingu frá einhverjum bankanum, held Glitni, sem hljómaði eitthvað á þessa leið:

Þú hefur kannski ekki efni á að fá Elton John til að spila í afmælinu þínu en þú getur sparað (eða eitthvað svoleiðis) hjá okkur!

Mig hlýtur að hafa verið að dreyma. Það er enginn svo klikkaður að halda að þetta renni ljúft ofan í almenning á landinu? Á maður að trúa því að liðið í bönkunum sé orðið svo veruleikafirrt að það sjái ekki að þetta er stórt fokkmerki framan í landsmenn, a.m.k. þá sem ekki fengu banka gefins eða náðu að stela Sambandinu. 

Verst að ég er ekki í viðskiptum við þessa bjána. Því þá gæti ég sko sýnt þeim hvar Davíð keypti ölið og tekið út barnabæturnar mínar ef ég fengi einhverjar. Ha? Væri það ekki gott á þetta pakk?

Er nokkuð töff að drífa sig niður í banka og stofna bankareikning og loka honum strax aftur í mótmælaskyni? Er það ekki soldið eins og þegar Nói albinói rændi bankann í samnefndri mynd?  Bara kjánalegt? Ha?

 


Húrra!

Hihawwww! Yeeeessssssss!

 

Fékk loksins leiðbeiningar frá moggabloggsfólki og nú gengur þetta! 


Og mér sem liggur svo mikið á hjarta


Og svo svarar þetta lið ekki pósti þar sem farið er fram á aðstoð


Helvítis moggablogg!


Get enn ekki skrifað, bara sett inn broskarla og fyrirsagnir


Long tæm, nó sí

Thank you Jesus, thank you Lord... sögðu Rúllandi Steinarnir einhvern tímann í texta við flott lag. Í dag myndi þessi lína væntanlega hljóma eitthvað á þessa leið: Thank you Tom, thank you... hvað? Kate, kannski? Eða er þessi of djúpur fyrir alla nema Betu?

En allavega þá kom þessi aldni texti í hug mér þegar ég enn og aftur ákvað að opna Moggabloggið og athuga hvort ég gæti skrifað og bendillinn minn bara festist í Meginmáls- glugganum og ég get skrifað!!!

 Meiri djöfulsins leiðindin að geta ekki tjáð sig alltaf þegar þörfin kemur upp. Ég hef meira að segja fengið símtöl frá fólki sem veit hvað ég tala mikið, þar sem það segist hafa óttast um að eitthvað hafi komið fyrir mig þar sem ég hafi ekki bloggað í nokkra daga. En mér þykir vænt um að einhver sé að spá í hvað ég sé að að gera og hvort það sé allt í lagi með mig.

Verst þykir mér þó að geta ekki einu sinni skrifað komment við allar skemmtilegu færslurnar sem bloggvinir mínir, fáir en góðir, hafa dælt inn síðustu daga.

 Ætli Moggabloggið sé með síma svo maður geti hringt og æpt á einhvern?

homer,scream

Þetta er nottla hin fræga mynd Ópið eftir hann Edda. Og tengslin? Jú, hringja og æpa á Moggabloggið - myndin Ópið! Kapíss? 

Alltaf kjánalegt að þurfa útkskýra djókið eða vísanirnar. En svona er þetta þegar maður heldur að einhverjir sjallar gætu villst hérna inn, einhver sem skilur bara Exel.  

Og nú er formálinn orðinn svo langur hjá mér að ég man ekkert eftir öllum þeim hlutum sem mér lágu á hjarta þegar ég byrjaði. Talandi um að vera með skert skammtímaminni, ha?

Ó jú, nú man ég eitt. Heyrði samsæriskenningu í gær um vinsældarlista Moggabloggsins, þar sem því var m.a. haldið fram að það væri handpikkað inn á hann, að feministar væru þar markvisst útilokaðið og fleira svoleiðis. Ég er alltaf svolítið stressuð yfir samsæriskenningum en kaupi samt sumar þeirra.

En ekki þessa þegar ég í morgun sá að inn á "vinsæl blogg" var komið eitt sem heitir "Feministinn". Jæja, hugsaði ég, þar féll þessi kenning um sjálfa sig og svo opnaði ég þetta vinsæla blogg.

Nema hvað að þetta var andskotans ekkert feminiskt blogg heldur einhver antifeministi sem hafði ekkert til málanna að leggja nema níð um okkar bestu, öflugustu og flottustu baráttukonur. Og undirliggjandi var hinn ómannlegi tónn frjálshyggjunnar.

Þarna voru 2-3 slappar færslur sem ég trúi ekki að hafi dregið að þessar þúsundir sem þarf til að komast ofarlega á vinsældarlistann. Hvernig vissu allir af þessu glænýja bloggi? Skrítið, mjög skritið. En rosa á það marga bloggvini, ætli allt þetta fólk viti hvað það er að auglýsa með því að gerast bloggvinir "feministans"? 

Þetta er bara eitt mál af mörgum og kannski kemst ég fljótlega inn hérna aftur til að létta á mér.

En ég keypti mér skó bæði í gær og í dag. Og það telst frétt til næsta bæjar.


Ég í öllu mínu veldi

Ég er að kikna undan þrýstingi frá tískuiðnaðinum og öðrum karlmönnum um að vera alltaf ótrúlega grönn og lekker og hefur tekist nokkuð vel upp þótt ég segi sjálf frá.  

Svo byrjaði ég í nýrri vinnu.

Þar er étið allan daginn og endalaust gúmmelaði í boði. Fullur ísskápur af saltötum og ostum, stór skúffa með kexi og teik át reglulega.

Og allt í einu sýndi vigtin 80,3 kg.

Sem er kannski ekkert svakalega mikið þegar hæð mín er tekin með í reikninginn, sú staðreynd að ég er miðaldra og margra barna móðir.

Ég sá samt strax að það var ekki hagkvæmt að burðast með öll þessi kíló í gegnum lífið, bæði er það erfitt og óhollt og svo passa ég ekki í fötin mín. Og endurnýjun á svona lekkerum fataskáp er bara meira en ég ræð við fjárhagslega um  þessar mundir.

Og ég skellti mér í ræktina.

Er búin að hamast í tvær vikur í ræktinni, borða eins hollt og ég mögulega get og allt það. Hef varla verið gangfær vegna strengja allan tímann. Steig svo á vigtina aftur í dag.

Vigtin sýndi 80,3 kg.

Myndi það teljast góður árangur?


Ísland eða Úganda?

Jæja, þá er varaformannskjöri í Frjálslynda flokkum að baki og kom niðurstaðan ekki á óvart. Hún er sú að næstum 60 % af flokksmönnum eru fífl!

 Að henda út skarpasta tólinu í skúrnum kann ekki góðri lukku að stýra en það er annað og meira sem er athugavert við þessi úrslit.

Í fréttum Rúv var sagt frá því að úrslitin hefðu verið 54/46 fyrir Magnúsi. Svo kemur bara í ljós að fleiri atkvæði voru á flakki um húsið og þau hafa greinilega flest tilheyrt Magnúsi því hann endaði með að fá næstum 58% atkvæða. Hallóóó!

Kannski voru þetta atkvæðin sem Guðjón formaður sást aðstoða fólk við að útfylla og safnaði saman sjálfur, væntanlega til að koma þeim í kjörkassann.

Og hvað með öll atkvæðin sem greidd voru í varaformannskjörinu áður en opnað var fyrir atkvæðagreiðslu.

 Það er svo margt sem er ekki í lagi við þessa kosningu að þegar ég sá þetta í fréttum leið mér allt í einu eins og ég væri stödd í Uganda.

En að er nú lýðnum ljóst að Guðjón og Magnús ætla ekki að "leyfa" Margréti að fá nein alvöru völd í flokknum. Þeir halda greinilega að það sé vænlegra til árangurs að tefla fram stórsveit karla og kynþáttahatara. Meira að segja eru blikur á lofti um að skipta eigi út Sigurlín Margréti fyrir kall sem hlaut ekki brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar, Valdimar Leó.  Verði þeim að því.

Þessi flokkur er pólitísk ruslakista og ég vona að staðan verði ekki sú eftir kosningar að það velti á Frjálslynda flokknum hvort ríkisstjórninni verði komið frá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband