Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2007 | 23:59
Kalt mat
Eftir ítarlegar og vísindalegar rannsóknir hef ég komist að því að u.þ.b. helmingur þjóðarinnar er ekki í lagi eða með hausinn svo langt uppi í rassinum á sér að það á aldrei eftir að sjá til sólu.
Í þessum hópi eru:
-allir sem kjósa Sjáfstæðisflokkinn, Framsókn og Frjálslynda
-konan sem hringdi inn á Útvarp Sögu í dag og sagði að nauðganir væru afleiðing fáfræði, menn sem nauðga vita bara ekki af "kynertingarsvæði" konunnar
-þeir sem segjast vera jafréttissinnar en ekki feministar
-einhver sem skrifaði á Barnaland að barnið hefði "verið viðhorfslaust af kvölum"
-Leppalúði
-fólk sem les ekki bloggið mitt
-þeir sem eru með svo minimalískt heima hjá sér að þeir verða að fara í geymsluna í kjallaranum ef þeir þurfa að nota ausu
-aðdáendur Bush
-fólk sem heldur að beikonbúðingur sé hollur kvöldverður
-liðið sem stendur með klámliðinu gegn konum og börnum
-ökuniðingar
-tannálfurinn
-og fleiri og fleiri
Tek það fram að ég er algerlega laus við hlutdrægni í þessum málum, þetta er einfaldlega kalt mat.
Einhver óljós vísir að hugsun er að brjótast um í kollinum á mér meðan ég er að skrifa þetta, eitthvað um að þegar fíflunum fjölgar í kringum þig.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.2.2007 | 16:04
Klám eða erótík?
Í kjölfar undangenginnar umræðu sem geysað hefur í fjölmiðlum og á netinu um væntanlega heimsókn klámliðsins hef ég velt fyrir mér skilunum milli kláms og erótíkur.
Undir hvað myndi "man with a huge cock" flokkast? Sóðalegt klám eða ljúfa erótík?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2007 | 15:59
Kjánalegir Skandinavar
Undanfarið hef ég í þrígang þurft að hafa samskipti við Skandinava vegna vinnu minnar. Þeir hringja hérna og byrja að babbla, hratt og óskiljanlega, á móðurmáli sínu og ég skil ekki baun. Þegar flóðbylgja orðanna minnkar hjá þeim næ ég að skjóta inn í: Dú jú spík íngliss? Og þá eru viðbrögðin sú að þeir úa og æja yfir því að ég skuli ekki vera flúent í þeirra máli.
Hvað er málið? (takið eftir hvað þetta er flott hjá mér, málið/tungumálið, kapíss?)
Einn Daninn sagði í enda samtals: Skrítið að vera tala við Íslending og við þurfum að nota ensku! Ég svaraði nottla um hæl að hann hefði átt að æfa íslenskuna sína betur áður en hann hringdi í mig.
Í dag var hneykslaðist Norsari á mér fyrir að kunna ekki málið hans. "Veistu ekki að þitt mál er komið af norsku?" spurði hann í forundran. Ég varð bara orðlaus, hefði þurft að láta mér detta eitthvað verulega sniðugt kombakk í hug en er heiladauð þessa dagana.
Ég ætla bara að halda áfram að tala mína fallegu ísl-ensku og ef fólk vill tjá sig við mig á öðrum málum þá getur það bara tekið sénsinn. Ég gæti misskilið illa.
Rétt er þó að taka fram að ég get tjáð mig á fjölda tungumála. Vantar bara að komast í réttu aðstæðurnar til að nota þekkinguna. Kann t.d. að segja: "ég finn hvergi bíllyklana mína" á frönsku og "hann flaug undir rúmið" á þýsku. Einhvern tímann er ég viss um að geta slegið um mig með þessum frösum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 09:08
Skrítinn vinsældarlisti Moggabloggs
Hvernig getur einhver strákur út í bæ stofnað blogg, skrifað eina lítið spennandi færslu og med det samme verið kominn á vinsældarlistann?
Hvernig er talið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 22:29
Aftur trú á mannkynið/kvenkynið
Það var eins og ég sagði hér fyrr í vikunni, Eiríkur tók þetta.
Er ekki eitthvað meira sexý við soldið lifaða reynslumikla gæja með hæfileika en unga snoppufríða drengi?
Og lagið svona helvíti gott!
Ég er allavega í töluvert betra skapi en ég var eftir að hafa lesið varnir íslenskra karlmanna í sambandi við komu klámhyskisins í athugasemdakerfi bloggara í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 12:22
Ignorance is bliss
Voðalega væri gott að vera bara ignorant.
Þá gæti kona bara "kosið Davíð", sagst vera jafnréttissinni en alls ekki feministi og annað slíkt. Og allt væri í gúddí.
Nenni ekki að skrifa restina af þessari færslu en nokkur stikkorð sem hefðu komið fyrir eru: fávitar, klámhópur, bjánar, langa að berja einhvern, illa skrifandi fábjánar, frábærar baráttukonur.
En það fýkur bara meira í mig ef ég er að velta mér upp úr málefnum líðandi stundar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2007 | 18:53
Hláturskast í beinni
Híhí, það hlýtur að vera agalegt að vera fréttaþulur og fá hláturskast í beinni útsendingu. Eitt slíkt atvik sást á Stöð 2 í kvöld þegar hreinlega ýlfraði í Brynhildi í gegnum heila frétt af Baugsréttarhöldunum.
Ástæðan var ekki stór, bara tilraunir Loga Bergman í næstu frétt á undan til að bera fram nafn forseta Túrkmenistans.
Ég man eftir öðru svona atriði, þá var Logi í kasti meðan hann las einhverjar fréttir af voðaatburðum og skellihló allan tímann.
Annars heitir forseti Túrkmenistans Kurbanguly Berdymukhamedov
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2007 | 18:45
USA eða Skandinavía?
Í fréttum í kvöld var sagt frá skýrslu UNICEF um hag barna. Þar kom í ljós að hagur barna í Skandinavíku er nokkuð góður en einna verstur er hann í Bandaríkjunum.
Í ljósi slíkra frétta spyr maður sig af hverju stjórnvöldum hér á landi er svo mikið í mun að færa sig sífellt nær Ameríska módelinu í stað þess að taka upp hætti frændþjóða okkar í norðri.
Það sýnir sig sífellt betur að ameríska módelið er verra fyrir alla nema þá ríkustu. En það er kannski löngu ljóst fyrir hverja núverandi stjórnvöld vinna.
Vinstri stjórn í vor, það er eina leiðin fyrir 90% þjóðarinnar, launafólk, umhverfið, konur og ekki síst, börnin okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2007 | 16:48
Ég og Steingrímur Joð
Rosalega skil ég Steingrím Joð þegar hann æpir fúkyrði utan úr sal á Alþingi. Stundum er bara ekkert annað hægt að gera.
Ég næstum missti mig þegar ég talaði við þjónustuver Landsbankans áðan. Meiri fávitarnir þar.
Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum mánuðum hringir í mig drengstauli og spyr hvort ég hafi áhuga á að hefja reglulegan sparnað hjá bankanum. Ég játti því enda ekki seinna vænna að fara safna til mögru áranna. Varð úr að ákveðin upphæð er tekin af reikningnum mínum í upphafi mánaðar og Landsbankinn ætlaði svo að sjá til þess að vel væri farið með aurana mína.
Ég þarf að kroppa aðeins í sjóðinn og hringi því í bankann og spyr hvernig maður beri sig að við það. Þá fæ ég þær upplýsingar að því miður eigi ég færri krónur á reikningnum en ég hafi lagt inn, ávöxtunin hefur ekki tekist sem skyldi.
Ha??? Voru þeir ekki að skila milljörðum á milljarði ofan fyrir sjálfa sig? Er ekki endalaus þensla og uppgangur alls staðar?
Nei, ekki þegar kemur að inneignum viðskiptavina. Þar hefur krónutalan lækkað og svo rýrnað enn frekar vegna verðbólgunnar.
Ég spurði náttúrulega hverju þetta sætti og fékk þau svör að fyrirtækjabréf væru bara ekki að gera sig þessa stundina. Ha? Hver sagði að peningarnir mínir ættu að fara í fyrirtækjabréf? Aldrei var ég spurð. Og í hvaða fyrirtækjum er verið að fjárfesta? Jú, fjármálafyrirtækjum en bara 16%. Veit þetta fólk ekki að bankarnir eru að sýna allan þennan hagnað og því viturlegt að fjárfesta í þeim? Og svo fer hellingur í "sveitarfélög". Ég er kannski ekki verðbréfamiðlari en ég hélt það væri á allra vitorði að flest sveitarfélög á landinu eru á hvínandi kúpunni eftir að þau m.a. tóku við verkefnum eins og grunnskólum frá ríkinu án þess að fá fjármagn sem dugði með þeim.
Og ekki dettur þeim hjá bönkunum í hug að færa féð sem ég fól þeim til varðveislu yfir á hagstæðari leiðir. Nei, þeir þegja bara þunnu hljóði á meðan ég skíttapa peningum í algjörum ignorans.
Og ef maður vill bara taka peningana sína og geyma þá á venjulegum reikningi þá býður bankinn ekki upp á neinn reikning sem er með vexti sem dekka verðbólguna. Sem sagt, alltaf neikvæð ávöxtun á okkar fé.
Ef einhvern tímann er tilefni til að æpa er það núna! Og ég tek undir með Steingrími og segi: HELVÍTIS, DJÖFULSINS, SHITT, FOKK, HELL!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2007 | 10:39
Úps, ein voða vitlaus!
Hvort það var úthugsaður leikur stjórnenda 365 að ráða Steingrím í þetta verkefni út á útlitið, eða bara að hafa fengið það í bónus, þá er ljóst að það er komin keppni á milli sjónvarpsstöðvanna um athygli kvennanna! Nú er framlína dægurþáttanna skipuð svölum körlum sem konurnar fíla! Þórhallur á RUV og Steingrímur á Stöð 2. Á hverju kvöldi kynnir Þórhallur efni Kastljóssins í ferskum hvítum bol og vel strauaðri skyrtu, öruggur og trúverðugur. Á Stöð 2 er það Steingrímur sem er með ekki ólíkan stíl, ekkert bindi og háir sokkar svo ekki sjáist í bera fótleggina, með öruggt fas, vel meðvitaður um mikilvægi þess að vera vel klæddur og samkvæmt nýjustu tísku.Það er alkunna í auglýsingabransanum að ef höfðað er til kvenna, eru meiri líkur að árangur náist. Það er sagt að konur taki ákvörðun um allt að 80% útgjalda heimilanna. Ef það er stragedía að setja þessa tvö glæsimenni í framlínuna, þá er keppnin um konurnar hafin fyrir alvöru milli sjónvarpsstöðvanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)