Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2007 | 10:53
Andskotans pandskotans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2007 | 19:44
Húrra Inga Lind
Mikið svakalega beitti konan sér flott í Íslandi í dag í kvöld. Ræddi viðtal við háttsetta konu í banka sem hófst á því að lýsa fatnaði og lekkerum skóm á nettum fótum. Myndskreyting viðtalsins, sem birtist í tímaritinu HH var á sama veg, konan máluð og klædd sem módel í tískuuppstillingum.
Inga Lind gerði flottar athugasemdir og snéri umfjölluninni upp á Ingólf Bender, svona til að sýna fram á fáránleikann. Svo minntist hún á að karlar fá aldrei spurningar svipaðar hinni sígildu spurningu kvenna á atvinnumarkaði: Hvernig gengur að samræma móðurhlutverkið og vinnuna utan heimilis. Sem, merkilegt nokk, var að finna í þessu fína viðtali. Það liggur við að konu gruni að þetta viðtal sé allt eitt stórt djók.
Svo klikkti Inga Lind út með karlrembulegasta málshættinum þessa páskana og krýndi Helga í Góu karlrembu páskanna 2007.
You go girl!
Ég hlakka til að sjá viðbrögðin við þessari umfjöllun hennar. Held nefnilega að hún komist upp með töluvert meira en margar aðrar því hún er svo sæt. Sem er svo aftur allt annað umhugsunarefni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.4.2007 | 21:34
Sniðugur leigubílstjóri
Frumburðurinn minn fallegi skrapp ásamt félögum sínum á Dillon í gærkvöldi. Þar var blúshljómsveit að spila sem í voru gamlir skólafélagar hans. Þeir skemmtu sér fram á nótt og drengurinn tók leigubíl heim. Ekki að hann hafi neitt verið að smakka það, nei, svoleiðis gera ekki börnin mín, allt of vel uppalin. Hann var bara eitthvað þreyttur og ákvað að betra væri að aka ekki í því ástandi
(Fyrir þá sem fatta ekki af hverju ég nota þessa mynd hér: Þetta er leirmynd af Robert DeNiro í hinni mögnuðu mynd Taxi Driver)
En þegar heim kom og greiða átti fyrir farið fékk hann synjun á debetkortið sitt, ekki næg innistæða, hehe. En leigubílstjórinn dó ekki ráðalaus, bað um einhvern hlut í pant. "Áttu ekki fartölvu?" spurði hann í bjartsýniskasti. Sonur minn kvað svo ekki vera og bauð gamlan jakka. Neibb, engin sátt um það. Áfram héldu svo samningaviðræður og var prúttað hörkulega fram og tilbaka. Að lokum náðust sættir og leigubílstjórinn ók á brott með eitt stykki örbylgjuofn.
Muahahahahahah!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.4.2007 | 18:52
Ég og Geiri Goldfinger
Já, haldið að ég hafi ekki verið í veislu með Geira Goldfinger í dag! Ég ákvað að láta bara eins og lekker dama og sjá hann ekki enda vildi ég ekkert vera með uppsteyt í svona fínni veislu.
Annars var gaman að líta yfir salinn, held að u.þ.b. 25% gesta hafi verið af erlendu bergi brotið. Makar karla og kvenna og börn af blönduðu þjóðerni og kynþætti. Við erum orðin múltikúltúral þjóð og kjánalegt að láta eins og sú þróun verði eitthvað stöðvuð. Þetta var litskrúðugt og skemmtilegt. Mér fannst samt fúlt að heyra í frænda mínum sem á kærustu í Kólumbíu, þar hafa þau búið saman í tvö ár en nú er hann í mestu vandræðum með að koma með hana hingað heim. Hún er víst einu ári of ung. Kjánalegt.
Bloggar | Breytt 17.4.2007 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2007 | 22:08
Bloggleti dauðans
Nú hef ég ekki bloggað síðan um páska. Ástæðurnar eru nokkrar:
-Hef verið upptekin
-Hef ekkert að segja
-Eyði öllum viskumolunum mínum á athugasemdakerfum annarra bloggara
-Bara nenni því ekki.
Þetta síðasta er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt því mig langar að blogga til andskotans en fæ mig bara ekki í það. Þjáist af orkuleysi aldarinnar þessar vikurnar. Reyndar er ástandið orðið svo slæmt að ég er búin að panta mér tíma hjá lækni í annað skiptið á síðustu 10 árum. (Tek reyndar ekki með skylduheimsóknir til kvensjúkdómalæknis, krabbameinsskoðun og lækna sem sérhæfa sig í geðsjúklingum eins og mér, hehe).
Stundum nenni ég ekki að standa upp frá skrifborðinu mínu í vinnunni til að fara heim, er bara of þreytt til þess.
Og þetta á tíma sem ég hefði verið svo til í að tjá mig á fullu um ýmis mál, t.d.:
-frábæra setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær
-allt í sambandi við þessa kosningabaráttu
-leshópinn minn sem hittist í gær og ræddi karlrembuskrif af ýmsu tagi
-að litla stelpan hennar mömmu sinnar er komin með leyfi til æfingaaksturs
-um fávitafrasann: "hún er búin að skíta upp á bak" (vá, þessi gerir mig heita)
- hvað mig langar að sjá litlu frænku mína í Englandi þegar ég fer þangaði í næsta mánuði
- ég er orðin alvöru blondína aftur eftir að hafa verið með hár í dekkra lagi í vetur
-hvað Gotti ofurköttur er sætur (þetta setti ég nú bara inn af því að hann kom akkúrat í þessu og nuddaði sér upp við mig
-þá staðreynd að það er ekkert í fataskápnum mínum nema eitthvað hallærislegt drasl, ædentití kræsis einhver?
Og svo mætti lengi telja!
Bloggar | Breytt 17.4.2007 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2007 | 14:04
Oft er Góa með lásí málshætti
Eða hvað finnst ykkur um þennan:
Þurrlendi er oft ranglega álitið sem stórmennska og feimni sem fáviska!
Já, segi og skrifa ÞURRLENDI!! Hefur væntanlega átt að standa þurrlyndi. Væri ekki ráð að láta prófarkalesa málshættina áður en þeim er troðið í eggin? Málshátturinn úr páskaegginu er hámark páskahátíðarinnar á mínu heimili og nú er bara allt ónýtt
Ég er að vonast til þess að Helgi í Góu sjái þetta og láti senda mér egg af stærstu gerði í sárabætur!
Annars fara páskarnir bara vel af stað. Var með skemmtilegt fólk í smá snarli hér í gær og svo var ostunum og pylsunum sem við Ibbi smygluðum frá Berlín hesthúsað. Töluvert var um gott rauðvín á svæðinu og þegar liðið var á kvöldið leystist samkoman upp í eitt allsherjar fyllerí. Ja, kannski ekki hjá öllum, eða bara frekar fáum. Kannski var ég bara ein um að fá mér aðeins of mikið í tána Það kemur allavega í veg fyrir að ég gúffi í mig páskaeggjum í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.4.2007 | 11:12
Flott spin hjá Alcan
Mér var sendur linkur á grein um útkomu álverskosninganna. Smart að sjá hvernig talskona Alcan í Montreal túlkar útkomuna. Við vorum sem sagt bara á móti því að Reykjanesbrautin yrði færð, álverið bara lenti í skotlínunni! Huh!
"Opposition to the expansion centered on a plan to reroute a road rather than to the smelter per se, according to an Alcan spokeswoman in Montreal. This was part of a local urbanization plan, Anik Michaud told Dow Jones Newswires."
Annað sem vakti athygli mína var þessi setning:
"Iceland is an attractive location for aluminum smelting plants because of cheap electricity from hydropower plants."
Ó, er það ekki tækniþekkingin sem er til staðar hér, minni mengun við framleiðsluna, gott viðskiptaumhverfi eða hvað það nú er sem fylgjendur stóriðjustefnunnar halda fram sem rökum fyrir álframleiðslu hér frekar en annars staðar?
Það er þá bara ódýra orkan, þ.e. ódýr fyrir erlendu stórfyrirtækin en dýr fyrir Íslendinga. Þetta eru auðlindir okkar og land sem við látum af hendi sem og hreina loftið og ....... æi, ég þarf ekki einu sinni að halda áfram.
Annars má sjá alla greinina hér:
http://biz.yahoo.com/ap/070402/iceland_alcan.html?.v=4
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2007 | 23:24
Jaeja, lent i Berlin
Var ad koma inn a hotelherbergi eftir fint kvold a godum veitingastad i Berlin. Mikid rosalega er raudvinid gott herna!
Var god stulka og kaus a moti alveri adur en eg for af stad
Vona ad sveitungar minir geri hid sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2007 | 19:15
Niðurstöður könnunar um álverskosningu birtar
Fréttir hafa borist af því að undanfarið hafi Alcan verið með könnun í gangi og margir beðið spenntir eftir niðurstöðunum. Þær hafa þó ekki verið birtar almenningi. Fyrr en nú.
Almenningur fékk að sjá niðurstöður könnunarinnar í fréttum nú rétt áðan. Alcan býðst nú til að greiða fyrir að leggja allar raflínur í jörð. Það þýðir að niðurstaða könnunarinnar hafi verið Alcan í óhag og nú sé verið að grípa til "desperat measures".
Það var beinlínis spaugilegt að sjá aumingja Hrannar upplýsingafulltrúa halda því fram að "málið" hefði verið í vinnslu lengi en ekki hefði náðst samkomulag fyrr en nú, nokkrum dögum fyrir kosningar. Grey strákurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2007 | 18:31
Að kjósa með og á móti
Ég er einn þeirra landsmanna sem er svo "heppinn" að fá að taka þátt í kosningu um deiliskipulag í Hafnarfirði. Þessi kosning hefur verið kölluð "kosning um álver í Straumsvík" og talað er um að fólk sé annað hvort að kjósa með eða á móti álveri.
Það upplýsist nú að ég ætla að kjósa með, þ.e. með óbreyttu ástandi. Ég vil sem sagt ekki að álverið verði stækkað. Þeir sem vilja að álverið verði stækkað geta bara tekið á sig hlutverk fúls á móti og kosið á móti... óbreyttu ástandi.
Langar að halda því til haga að málflutningur Alcan hefur breyst dag frá degi sl. vikur, úr því að "við ætlum ekki að loka", yfir í "gæti verið að við myndum loka eftir 14-21 ár" og til þess að Rannveig Rist sagði í Kastljósinu að miklar líkur væri á því að álverið lokaði eftir 6 ár. Hmmm, ætli fólk sé svo skyni skroppið að sjá ekki hvað verið er að gera?
-ég ætla líka að kjósa með íslenskri náttúru sem á undir högg að sækja þessi misserin
-ég kýs líka með minni losun gróðurhúsalofttegunda en eins og almenningur vonandi veit mun losun þeirra aukast úr um 250 þús tonnum í ca 750 þús tonn með stærra álveri. Ég kýs líka með minni svifryksmengun, minni flúormengun og minni losun brennisteinskoldíoxíðs.
-mig langar líka að kjósa með minni þenslu í þjóðfélaginu. Við gleymum alltaf að taka með í reikninginn hvað svona framkvæmdir kosta heimilin. Húsnæðislánið mitt hækkar og hækkar og svo þarf ég að greiða mun hærri vexti en ella. Er einhver búinn að reikna það saman hvað heimili landsins eru að borga með þessum stóriðjuframkvæmdum á þennan hátt? Held það sé slatti af milljörðum.
-ég er líka að kjósa með öðrum atvinnugreinum á landinu, sprotafyrirtækjum og annars konar iðnaði. Af hverju tala stjórnmálamenn ekki lengur um ruðningsáhrifin af svona framkvæmdum. Nú má allt í einu ekki viðurkenna að svona framkvæmdir hefta allar aðrar atvinnugreinar.
- ég kýs með komandi kynslóðum og rétti þeirra til að ráðstafa einhverju af auðlindum landsins, að við verðum ekki búin að fullnýta þær allar fyrir erlenda auðhringi.
-síðast en ekki síst er ég að kjósa með nýjum stjórnvöldum sem ekki leggja ofuráherslu á stóriðju.
Mikið svakalega er ég eitthvað jákvæð í dag. Ætli það sé ekki kominn tími á tíma hjá sálfræðingnum? Ef ég gæti mín ekki fer ég kannski að kjósa með því að útrýma Framsókn úr íslenskri pólitík. Ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)