Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2007 | 16:31
Mad TV sketsar
Þessu myndbandi skellti ég inn á Málefnin.com og nýjasta bloggvinkona mín setti það á síðuna hjá sér. Ég ákvað að fara að dæmi hennar því þetta er svo fyndið.
http://www.youtube.com/watch?v=KM_MkWgbt3k
Þegar ég hafði séð þetta myndband fletti ég upp fleiri sketsum frá Mad TV og fann helling með frábærum karakter, heimsku stúlkunni Dot. Mæli sérstaklega með þessum þar sem Dot er í þætti Oprah:
http://www.youtube.com/watch?v=l-c73MOZMQ4
Góða skemmtun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 14:00
Ich bin ein Berliner
Fyrir einhverjum árum bjó ég í nokkra mánuði í Þýskalandi. Eftir þá reynslu hét ég því að stíga aldrei fæti inn í þetta land. Og þar sem ég er prinsippmanneskja hef ég staðið við það.
Það var alger hörmung að búa þarna, ég var reyndar í stórborg, með börn og talaði ekki málið. Svo getur líka skipt máli að ég var nýlega komin úr námi í Bandaríkjunum þar sem bragurinn var allur annar, þjónusta góð og fólkið vingjarnlegt.
En nú hef ég ákveðið að láta þetta prinsipp lönd og leið og skella mér til Þýskalands.
Með því er ég búin að brjóta öll mín prinsipp nema eitt. En þau gera hvort eð er lítið annað en að þvælast fyrir manni í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2007 | 19:42
Hafnfirðingar hafna stækkun álvers
Mitt innsæi segir mér að Hafnfirðingar hafni deiliskipulagstillögunni sem gerir álverinu kleift að stækka og auka framleiðslu sina.
Því auðvitað hafna HAFNfirðingar! Annars bæru þeir ekki nafn með rentu. Álverið hefði átt að biðja um óbreytt ástand eða minnkun.
Já, já, ég veit, þessi var hrikalega leim hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.3.2007 | 17:34
Að fá sínu framgengt með lögbrotum
Rosalega var hann vankaður drengurinn sem sagt var frá í Kastljósinu í gær, þessi sem setti myndband á netið af sjálfum sér í ofsaakstri á mótorhjóli. Þar fór hann upp í 300 km hraða á Garðsvegi. Og hann var ekkert einn á ferð á þessum slóðum því hann mætti fullt af bílum með saklausu fólki í. Svo rífur helvítið bara kjaft og félagar hans líka en þeir halda því fram að í mótorhjólaslysum slasist enginn nema þeir.
Hver ætli greiði fyrir lækniskostnaðinn og endurhæfinguna? Þeir sjálfir með laununum sem þeir fá fyrir vinnu sína sem kjarneðlisfræðingar? Held ekki.
Og hvað er með þessa hjólabraut? Eru opinberir aðilar að koma að byggingu hennar? Er þetta rétta leiðin til að ná sínu fram? Brjóta lögin og hóta út og suður svo eytt sé milljónum á milljónum ofan til að gera aðstöðu fyrir áhugamál lítils hóps í þjóðfélaginu.
Ef svo er þá heimta ég að byggt verði hús þar sem ég get saumað út. Ég mun annars sauma verulega að öllum sem koma að stjórn landsins og fullt af saklausum borgurum, einbeiti mér jafnvel að saklausum hvítvoðungum. Hvernig líst ykkur á það? Er það það sem þið viljið? Ha?
Mér finnst að það eigi bara að stinga þessu liði inn, taka af því prófið og koma með öllum ráðum í veg fyrir að það snerti ökutæki öðruvísi en sem farþegar. Eða bara leyfa þeim að hjóla út af kvartmílubrautinni á 300 km hraða. Helst að vori til því náttúran vinnur verk sitt hraðar á sumrin.
Ef einhverjum finnst ég fara yfir strikið í þessari færslu þá verður svo að vera. Mæli með að þeir hinir sömu kíki inn á síðu Kastljósstjörnunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 19:28
Hvað er þetta við karlmenn?
Já, hvað er það við karlmenn sem heillar okkur konur? Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég las bloggið hennar Jenfo, bloggvinkonu minnar.
Í bloggi sínu fjallar Jenfo um Dr. House, eða húslækninn eins og hún kallar hann svo skemmtilega, og áhrif hans á konur. En eins og fólk veit hefur fjöldi kvenna lýst yfir aðdáun sinni á þeim manni (ég veit, hann er bara feik sjónvarpskarakter), m.a. hér á þessu bloggi. Jenfó spyr hvort ástæðan geti verið sú hér sé á ferðinni annað hvort hið landsþekkta "bad boy syndrome" eða þá hið kjánalega "björgunarheilkenni".
Ég held því fram að það sé hvorugt þessara atriða sem laði konur að House og öðrum karlmönnum sem kannski bera ekki fegurðina utan á sér. Heldur er eitthvað allt annað á ferðinni.
Ég vel t.d. mína menn með vasaljósi. Sú aðferð er afar einföld og klikkar ekki og er einhvern veginn svona:
Kona ber vasaljós að hnakka karls. Ef ljós kemur út um augun þá hleypur hún í burtu eins og fætur toga.
þessi aðferð hefur reynst mér vel í gegnum tíðina og hefur oft bjargað mér úr klóm myndarlegra manna.
Það er nefnilega ótrúlega flinkur heili House sem heillar, og eins og Heiða, önnur bloggvinkona mín, sagði í athugasemdum hjá Jenfó, sjálfstraustið sem fylgir. Gott útlit er svo bara eins og kirsuber á toppinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.3.2007 | 16:37
Ráðvillt!
Nú er ég í vanda lesendur góðir. Hef brotið heilann í allan dag og ekki komist að niðurstöðu. Því leita ég til ykkar og treysti því að menntun ykkar og reynsla nýtist mér. Ef sonur minn les þetta er honum ráðlagt að hætta lestri hér.
Sko, málið er þetta:
Ég fékk það á föstudaginn og svo aftur í gær. Er hægt að segja að ég hafi fengið raðfullnægingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.3.2007 | 20:08
Góðar hugmyndir óskast!
Í næstu viku er svokölluð vinavika í vinnunni hjá mér, en á meðan hún stendur yfir keppast vinnufélagarnir að vera góðir við sinn leynivin, ja eða hrekkja hann illilega. Sem er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað ég vinn með nokkrum skæðum hrekkjalómum og ég býst við stórir vel úthugsaðir hrekkir líti dagsins ljós.
Stundum hafa hrekkirnir reyndar gengið aðeins of langt og eftirmál hafa orðið. Finnst ykkur ekki týpískt að einn "hræðilegasti" hrekkurinn, og sá sem lifir lengst í minningu starfsfólksins, fólst í því að einhver var skráður í Framsóknarflokkinn. Sá hrekkur hefur bara aukið verðgildi sitt ef eitthvað er. Ég meina, hver vill vera í Framsókn?
En þetta var allt fyrir minn tíma á þessum vinnustað og mér sýnist sem andrúmsloft hrekkja sé á undanhaldi. En ég hef fullan hug á að endurvekja þá stemningu.
Svo mig vantar góðar hugmyndir af léttum hrekkjum og auðvitað líka af fallegum vinarbrögðum. Allar hugmyndir verða teknar til greina. Líka þær heimskulegu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2007 | 19:47
Helgi Seljan flottur
Er að horfa á Kastljós þar sem Heiðrún Lind, sem trúir að það sé ekki kynbundinn launamunur, og Oddný Sturludóttir, sem trúir að kynbundinn launamunur sé til staðar, ræða málin.
Helgi Seljan er að stjórna umræðum og stendur sig bara skrambi vel. Er ekkert að leyfa frjálshyggjukellunni að bulla þarna út í eitt. Ég heyri ekki betur en að hún sé að dissa allar kannanir þar sem kynbundinn launamunur kemur fram, aðallega af því að hún heldur eitthvað annað.
Og svo leyfir hún sér að ræða launaleynd á vanþekkingu og útúrsnúningi einum saman.
Svakalega væri gott ef fólk hefði grunnþekkingu á þeim málefnum sem það fer í Kastljós til að ræða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 22:34
Undercover...
Ég er í miðri, stórri, leynilegri aðgerð þessa stundina. Læt ykkur vita hvað kom út úr henni þegar henni lýkur. Veit að það verða heimsfréttir.
Over and out.
PS (bætt við 10 sekúndum seinna). Leynilega aðgerðin tókst svo sem ágætlega en kenningin mín stóðst engan veginn. Fjandinn, ég verð þá ekki fræg í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2007 | 21:13
Ætlar bloggheimur ekkert að tjá sig?
Hvað er málið með Kristinn Björnsson? Fannst fólki hann almennt smartur í Kastljósinu í kvöld?
"Það eru bara 1-5 atriði sem við þurfum að ræða betur" sagði siðblindinginn um þau afbrot sem hann framdi ásamt öðrum og kostuðu almenning á Íslandi marga milljarða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)