Færsluflokkur: Bloggar

Hverjir eru bestir??

Vá, hvað það var mikið af flottu fólki í sjónvarpinu sl. klukkustund. 

Fyrst brilleraði Ingibjörg Sólrún í Íslandi í dag. Komin í sitt gamla form með framtíðarsýnina á hreinu.

Atli Gíslason lögfræðingur og mannvinur var næstur og spurði Bjarna Ben hvernig hann ætlaði að tækla  vændiskonur sem koma hingað til lands til að vinna fyrir peningum í vasa pimpa í útlöndum. Atli slær alltaf í gegn hjá mér.

Í Kastljósinu núna er Kristín Pétursdóttir, ein klárasta kona landsins og sú sem hvað hæst hefur komist innan fjármálageirans auk þess að vera liðtækur golfari. Hún talar þarna á móti stækkun álvers og stendur sig með sóma. 

Gaman að vera í liði með svona fólki.

lið


Þegar ég var lítil stelpa...

...hélt ég að ég yrði pæja í stuttu pilsi og háum stígvélum þegar ég yrði stór.stelpa

...veiddi ég dúfur.

...trúði ég því að kettirnir hans Bigga dóna gætu dregið mig inn í húsið hans.

...vissi ég að margir menn í jakkafötum á sömu myndinni þýddi stríð einhvers staðar.

...fór ég út á nóttunni til að vera fyrst út á róló.

...langaði mig að eiga stóran skáp fullan af tyggjói því ég vissi að í því væri lífshamingjan fólgin. 

...reykti ég njóla í háu grasi rétt við heimili mitt.

...var ég skotin í strák sem hét Ási en hann var skotinn í Söndru. Mér fannst hann langflottastur þegar hann stal vanilludropum í búðinni og drakk þá.

...drap ég ormana, köngulærnar og hinar pöddurnar sem systir mín og vinkona hennar höfðu safnað í stóra makkintossdollu.crazy

Ég þakka guði fyrir að börn hafa ekki kosningarétt. Ég hefði eflaust kosið Framsókn!


Senn kemur vor...

Mig langar svo að vorið sé komið. Ég á hrikalega krúttilegan, skjólgóðan garð sem er algert æði á sumrin. Svo er í honum gróðurhús þar sem ég rækta brómber, vínber, epli, perur, tómata, gúrkur, paprikur og einstaka melónu, svo ég tali nú ekki um sumarblómin. 

hús Nú er garðurinn allur undir blautum snjó og svo langt þangað til ég get opnað hérna út á veröndina og grillað í góðu veðri.

Ég hafði alltaf hugsað mér að ef ég ætlaði að selja þetta hús myndi það gerast að sumarlagi. Er viss um að fá svo mikið meira fyrir það þegar fólk sér hvað það bætir miklu við að vera með vel gróinn garð.

En nú er kominn tími á að selja húsið og ekki hægt að bíða eftir sumrinu. Veit einhver um góða fasteignasölu sem hægt er að díla við um söluþóknun? Enginn séns að ég fari að greiða milljónir fyrir söluna þar sem alveg eins hús í hverfinu seldist á þremur dögum fyrir ekki svo löngu.  

 


Útúrsnúningur ársins?

Ég rak augun í þessa færslu Einar K. Guðfinnsonar á blogginu hans. Hvílíkur útúrsnúningur. Hvergi í þessari löngu færslu nefnir hann þá staðreynd að samkvæmt þessari könnun vilja langflestir sjá VG og Samfylkinguna í næstu stjórn. En þeir flokkar eru víst ekki í stjórnarandstöðu nema þegar frjálslyndir eru með í dæminu, eða hvað? 

Er þetta ekki lýsandi dæmi um hversu litla trú þetta fólk hefur á almenningi? Ætli það sé vegna þess að svona lygaþvæla gengur í fólkið í þeirra flokki? 


"2,2% vilja stjórnarandstöðuna við ríkisstjórnarborðið

StjórnarandstaðanKalt vatn hefur runnið á milli skinns og hörunds stjórnarandstöðunnar í morgun þegar hún leit í Moggann sinn. Þar er birt skoðanakönnun Capacent Gallup þar sem spurt var hvaða flokkar ættu helst að mynda ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan fékk þar slíka falleinkunn að ótrúlegt verður að teljast. Þegar spurt var um óskaríkisstjórn nefndu 2,2% samstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka ! 2,2 prósent. Þetta er ótrúlegt - en þó satt. Hraklegri útreið getur engin stjórnarandstaða fengið."


Að láta plata sig

Ég heyrði í fréttum í morgun að ný könnun á pólitísku landslagi dagsins sýndi að 30% kvenna vildi sjá stjórn VG og Samfylkingar. Flestir karlar, eða 25% vilja hins vegar sjá D og B saman í einni sæng. 

Mér finnast þessar niðurstöður sýna á mjög áþreifanlegan hátt að kynin eru með afskaplega ólíka sýn á því hvaða málefni eiga vera fremst í forgangsröðinni. Og í leiðinni varpa þær ljósi á hversu gífurlega mikilvægt er að jafna kynjahlutföll þeirra sem eru við stjórnvölinn, bæði hjá opinberum batteríum sem og fyrirtækjum. Það er bara kjánalegt ef áherslur annars kynsins eru ráðandi ár eftir ár eftir ár eftir ár. 

Og hvaða idíótar eru enn að spá í að veita stjórnarflokkunum atkvæði sitt? Ég meina, sjallar með 40%! Ekkert skrítið að Nígeríusvindlarar skuli herja svona á landann, þeir eru greinilega búnir að fatta að hér býr liðið sem lætur plata sig.

  stupid


Flabbergasted!

Mig minnir að þetta orð þýði eitthvað í líkingu við "ótrúlega hissa".

En þannig varð mér við þegar ég sá hið nýja skipurit RÚV ohf. Reyndar er verið að fækka stjórnendum, sem er af hinu góða en hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd að setja Þórhall Gunnarsson yfir alla íslenska dagskrá??

þórhallur2

Maðurinn er jú bara leikari sem þótt hefur snoppurfríður. Reyndar vil ég ekki taka af honum að hann hefur stjórnað Kastljósinu af nokkurri röggsemi en það er djobb sem gert er með annarri hendi í dag. Þátturinn er orðinn svo fastur í forminu að hið hálfa væri nóg. Því þarf staffið bara að fylla ákveðin slott, einar til tvennar umræður um hitamál dagsins, smá human interest innslag, helst listir og svo tónlistaratriði í lokin.

 


Hlandveður með skítkasti

Lífið þessa daga er einhvern veginn grátt og svo gengur á með hryðjum, soldið eins og veðrið í dag. Maður verður latur, langar helst að vera heima og kúra, með kertaljós og teppi. 

En það gengur ekki alltaf upp þegar maður ætlar að hafa soldið kósí og næra sálina soldið. Hljómsveitartöffarinn á heimilinu spilar/glamrar á gítarinn í gríð og erg, pabbinn líka og svo er unglingavandamál (foreldravandamál?) í fullum gangi. Vinnan er orðinn griðastaðurinn þrátt fyrir að þar sé allt á fullu og meira um rokk en rólegheit.

Ég hlakka til þegar komið verður sumar og sól, bæði úti og í sinni. 

sólin

 

 

 

 

 

 

 

 Annars kemur frasinn hlandveður með skítkasti frá henni ömmu minni og nöfnu.  Hún er léttlynd kerla.  


Ég hringdi í útvarpið áðan....

Ég er kannski ekki alveg Jón Valur eða Sigrún talskona fátækra en ég lét mig hafa það áðan að hringja í útvarpið. Það var nefnilega svo frábær keppni í gangi að ég bara stóðst ekki mátið/másið. panting

Hlustendur þessarar útvarpsstöðvar voru beðnir um að hringja inn og stynja kynferðislega. Þeir sem gerðu það best fóru í pott, man ekki hver vinningurinn var, en besti stynjarinn fékk það í verðlaun að fá að mæta í stúdíó með einhverri hljómsveit og stynja inn á nýja lagið hennar!  Það er skemmst frá því að segja að ég verð ekki með á plötu í bráð.

Þessi stunukeppni var líka í tengslum við einhvern skemmtistað, getur verið að hann heiti Twist?, sem vildi minna fólkið á klámkvöldið sem í bígerð er að halda. Þar verður boðið upp á konur í búrum, vel smurða karlmenn, ókeypis smokka og sleipiefni og punkturinn yfir i-ið var svo blá mynd í tækinu.

Hvað segiði, ætla ekki allir að mæta? 


Heppin!

Það eru ekki allar konur á Íslandi sem búa við þann munað að hafa heila hljómsveit við höndina þegar á þarf að halda. En ég geri það. 

rokkari

 Bílskúrinn minn er núna heitasti samkomustaður hverfisins, þar halda hljómsveitatöffarar framtíðarinnar sig daginn út og inn. Græjur eru ekki af skornum skammti, hér á heimiliu má finna hljómborð, nokkra gítara (rafmagns og venjulega), trommusett og magnara. Eitthvað af hljóðfærum bætist svo við með hinum meðlimum hljómsveitarinnar sem reyndar eru breytilegir dag frá degi.

 

En ennþá vantar liðtækan söngvara. Þ.að er bara enginn 11 ára "Bono" í hverfinu.

Þessa dagana er sama lagið spilað aftur og aftur og aftur og aftur... æi þið skiljið hvað ég meina. Og stofuglugginn minn er ansi nálægt bílskúrsglugganum svo ég get notið dýrðarinnar til fullnustu.

En það eru ekki allar mömmur svo heppar að eiga sitt eigið boyband.  

Heppin Wink


Allt er vænt sem vel er grænt...

 ál

Það má með sanni segja að stjórnmálaumræða dagsins sé græn. Nú keppast allir flokkar við að vera vænir og grænir og kjósendur þeirra fagna. Meira að segja sjálfstæðismenn standa hnarreistir og halda því fram að flokkurinn sé, og hafi alltaf verið umhverfisvænn. Líka þegar framtíðarsýn formannsins þeirra felur í sér draum um sex risaálver á Íslandi innan fárra ára. 

 

 

"Sko", segir sjálfstæðisfólkið, "eignarréttuinn tryggir góða umgengni við náttúruauðlindir".  Og á þeim grunni neitar það að setja þjóðareignina á náttúruauðlindum inn  í stjórnarskránna.

Við þá sem trúa þessu bulli Sjálfstæðisflokksins segi ég eitt orð:

Brottkast!

þorskur

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband