Færsluflokkur: Bloggar
2.3.2007 | 13:54
Skrítið þetta blogg...
Mér liggur stundum soldið mikið á hjarta og finnst gott að koma því frá mér. Svo finnst mér líka gaman að taka þátt í umræðu dagsins.
En eftir að hafa bloggaði í nokkra daga er þetta eins og kvöð og ég er algerlega andlaus dag eftir dag. Finnst það næstum kvöl og pína að "þurfa" að blogga og þegar ég skrifa eru það leiðinleg og óáhugaverð skrif.
Svona líður mér í dag. En ykkur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.2.2007 | 22:39
Lost alveg lost
Hér er færsla um hversu agalega kjánalegir Lost þættirnir eru orðnir. Síðasti þáttur var algert rugl, svört þoka drap Eko, bróðir hans var horfinn úr flugvélinni og birtist honum svo í skóginum og bla, bla, bla. Og hvað svo? Ekkert? Hafði þetta tvist engan annan tilgang en að gefa tilefni til að klippa yfir á sjokkerað (en þó myndrænt) andlit Ekos?
Ætli það séu ekki um milljón ófrágengnir endar í þessum þáttum það sem af er. Og endalaust bætist við fólk á eyjuna, sá feiti grennist ekki um gramm þrátt fyrir að hafa verið strandaður á eyðieyju mánuðum saman, konurnar alltaf vel til hafðar og í nýjum tískufötum, barnið er jafn stórt og þegar það fæddist og fleira slkt. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því á fysta þætti að þessir þættir væru ekki með báða fætur á jörðinni en fyrr má nú vera.
Aðrir þættir sem lofuðu góðu þegar þeir byrjuðu en fóru svo út í rugl eru Ally McBeal og Boston Legal. Ally varð bara mjórri og mjórri og James Spader verður feitari og feitari.
Hvers eiga sófakartöflur að gjalda þegar besta efnið í sjónvarpinu eru heimildarþættir á Rúv?
Verð þó að viðurkenna að ég og dr. House eigum alveg samleið. Eymingja Ibbi er alveg bewildered yfir því hve konur, þar á meðal ég, eru hrifnar af House the sexy beast. Það kollvarpar öllum hugmyndum hans um hvað konum finnst í alvöru sexý, hann heldur enn að það séu ungir, massaðir "folar". Boy, is he wrong!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.2.2007 | 22:21
Puppy love
Munið þið hvað þið voruð gömul þegar þið fenguð ykkar fyrsta alvöru ástarbréf? Ekki man ég það þrátt fyrir að hafa örugglega verið orðin nokkuð öldruð þegar það gerðist. Enda var ég nörd í Nokia stígvélum og Hekluúlpu fram yfir tvítugt, ef mig misminnir ekki.
Mér dettur þetta í hug vegna þess að í dag fékk sonur minn, 11 ára gamall, eldheitt ástarbréf frá fyrrum vinkonu sinni sem nú er flutt út á land. Ótrúlega krúttilegt og rosalega lítið við hæfi.
Eymingjans stúlkan situr í einhverju krummaskuði úti á landi þar sem allt er svo tómlegt án sonar míns! Því hún elskar hann svo mikið!
Með bréfinu fylgdu svo tvær síður af teikningum, aðallega af hjörtum og svoleiðis.
Er þetta málið í dag? Ást hjá 11 ára?
Bloggar | Breytt 1.3.2007 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2007 | 19:57
Ibba + Bingi
Ég er eitthvað svag fyrir Birni Inga með sólbrúna andlitið og hvíttuðu tennurnar.
Allavega verður bloggið hans mér tilefni til bloggs. Í dag var hann með pistil um "vinstri galna" eins og hann skrifaði það og sagði m.a. þetta:
"En ég gat ekki betur heyrt en formanni flokksins væri full alvara með því og einnig ýmsum öðrum hugmyndum sem eru líklegar til að kollvarpa íslensku efnahagskerfi á undraskömmum tíma."
Hefði viljað fá útskýringar Binga á því hvernig tillögurnar myndu kollvarpa efnahagskerfinu. Væri agalegt ef skattbyrðin færðist pínu frá þeim sem minnst hafa yfir á þá sem mest hafa. Myndi allt fara á hvolf ef fólk sem hefur bara fjármagnstekjur yrði að gefa upp á sig ákveðin laun svo það borgaði t.d. útsvar og nefskatta sem við hin þurfum að greiða? Er ferlegt ef fjölskyldutekjur fara yfir 1200 þúsund kall að þá aukist skattbyrðin smá?
Ég held að eina kollsteypan verði þegar Binga og vinum hans verður hent úr úr fínu veislunum þegar þeir eru hættir að vera auðmönnum landsins til gagns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2007 | 19:13
Internetlögga Steingríms
Í gær horfði ég á Steingrím Joð í Silfri Egils. Mér fannst spjallið hans eins og ljúfasta tónlist þar til allt í einu ..... Ég trúi ekki að maðurinn hafi sagt orðið netlögga!
Jafnvel þó klámið sé ljótt og gott væri að losna við það þá held ég að við verðum að fara aðrar leiðir ti lað útrýma því. Ráðast að rótum þess, hlúa að mannréttindum, berjast gegn ofbeldi og mansali og allt hitt sem gerir að verkum að hægt er að neyða fólk til að taka þátt. Og svo væri líka gaman ef við gætum alið upp framtíðarkynslóð sem væri svo falleg og góð og skildi svo vel að klám er sóðalegt og á ekkert skylt við venjulegt, fallegt kynlíf.
En ekki netlöggu, plís.
Verð líka að minnast á Atla Gíslasön sem lét ljos sitt skína í Silfrinu í gær. Hann er ææææðiiiiiiiiiii! Finnst reyndar grunsamlegt hvað karlmennirnir í Vinstri grænum höfða til mín. En ég ætla samt ekki að kjósa þá. Orð eins og netlögga, svart/ hvítt sjónvarp, orðabækur og holtasóley koma í veg fyrir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2007 | 09:45
Sunnudagsmorgun.....
Djöfull eru Íslendingar snjallir, akkúrat núna er einhver gæi í útvarpinu að leggja að jöfnu klámráðstefnu og gay pride gönguna.
En það var svo sem ekki það sem ég vildi skrifa um. Var svona að velta því fyrir mér hvað fólk gerir á sunnudagsmorgnum og bara sunnudögum.
Hjá mér liggur fyrir að það þarf að þrífa húsið, þvo þvott og fleira leiðinlegt. Þrifin eru eilífðarverkefni og verða oft útundan hjá mér. Ég vil miklu frekar gera eitthvað allt annað.
Ég á líka von á skemmtilegum hlutum í dag. T.d. koma amma mín og afi alltaf í heimsókn um klukkan 11, annað hvort á laugardögum eða sunnudögum. Og þar sem þau komu ekki í gær býst ég við þeim núna. Þá hita ég brauð, helli upp á gott kaffi og ber fram osta og eitthvað sætt. Og svo er spjallað um allt milli himins og jarðar, jafnvel rifist þar sem við nöfnur, amma og ég, erum mjög ósammála um margt. En víst er að við munum hlægja mikið líka því enginn fær eins heiftarleg hlátursköst og 84 ára gömul amma mín. Og afi er reddari mikill, til hans leitar maður þegar þörfin á gylltum útskornum myndaramma eða frystikistu gerir vart við sig og honum finnst fátt betra en að dunda sér við að laga til í köldu geymslunni minni undir stiganum. Og ekki banna ég honum það!
Er það ekki lúxus að vera miðaldra og eiga hrikalega hressa ömmu og afa? Og hafa sunnudagsmorgna til að skemmta sér með þeim?
Restin af deginum verður svo notuð í búðarráp, heimsóknir eða annað tilfallandi. Kannski þríf ég gróðurhúsið mitt eða fiskabúrið. Ræt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.2.2007 | 14:03
Brjálæðsilega fyndið.....eða ekki?
Í gær las ég einhverja bloggfærslu þar sem talað var um að Mogginn væri kominn í kosningaham, farinn að beita sér grimmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísað var til þess að á forsíðu var frétt um að einhverjir sjálfstæðismenn hefðu verið sammála þingmanni Samfylkingar um að eignarnám við neðri hluta Þjórsár kæmi ekki til greina...bla bla bla.
Fréttin sem slík skiptir ekki öllu máli en mjög augljóst er að Mogginn rembist nú eins og rjúpan við staurinn við að sannfæra landsmenn um að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú grænn flokkur.
Þegar ég fékk Moggann í morgun skellti ég uppúr því á forsíðunni er frétt um að "Sjálfstæðismenn beina athyglinni að umhverfismálum".
Eftir að ég hafði hlegið dágóða stund fattaði ég allt í einu að þetta er ekkert fyndið. Aðallega vegna þess að þessi einfaldi áróður virkar, a.m.k. á fávita. Um helmingur þjóðarinnar lætur plata sig svona, aftur og aftur.
Þetta er eins og með skóflustungurnar af hjúkrunarheimilum sem Ásta Ragnheiður bendir á á heimasíðu sinni fyrir 10 dögum:
Það líður varla sá dagur að ráðherrar í ríkisstjórninni blási ekki til blaðamannafundar til að kynna hvað þeir ætla að gera á næsta kjörtímabili, - skrifa undir loforð út og suður og kynna plögg eins og samgönguáætunina feitu og fínu glaðbeittir og sælir á svip, líkt og þeir séu alveg búnir að gleyma því að svona loforð voru skorin ótæpilega niður eftir að þeir komust í ráðherrastólana aftur, - síðast og líka þarsíðast. Þetta er eins og skrípaleikur. Eru menn virkilega búnir að gleyma því hvernig fór með loforðin og samgönguáætlanirnar eftir kosningarnar 1995, 1999 og 2003? Ég man það.
Í dag var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík, heimili sem búið var að lofa nokkrum sinnum, - fyrir Alþingiskosningarnar 2003, síðan á miðju kjörtímabili, - með undirritunum, - brosandi með fulltrúum eldri borgara og blaðamannafundum.
Hjúkrunarheimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs, en nú þremur mánuðum fyrir kosningar var fyrst tekin upp skófla og henni stungið í freðna jörð. Ég heyrði ekki eina gagnrýna spurningu frá einum einasta fjölmiðlamanni í fréttum af þessari afar síðbúnu skóflustungu. Finnst mönnum í lagi að koma svona fram við aldraða þegar mörg hundruð manns bíða við óviðunandi aðstæður eftir hjúkrunarvist?
Kjánalegt að láta plata sig svona, ekki satt?
Rétt að taka það fram að ég stal þessari mynd af Mbl.is en hana tók hinn frábæri ljósmyndari RAX. Í fréttinni sjálfri stóð að hjúkrunarheimilið ætti að vera tilbúið árið 2009.
Og aumingja Mogginn, skilur ekki upp né niður í að hann er á hraðleið á hausinn því enginn vill borgar fyrir að lesa sögufalsanir hans og áróður. Ég held hann væri farinn yfirum ef ekki væri fyrir minningagreinarnar sem allir vilja lesa. Þó ekki sé minna um hagræðingar á sannleikanum í þeim en öðru efni blaðsins.
Og Freysteinn Jóhannsson blaðamaður, sem lét hafa sig út í að skrifa þessa ekki frétt sem er á forsíðunni í dag, hann ætti að skammast sín. Og svo er fólk að saka blaðamenn Fréttablaðsins um að ganga erinda eigenda sinna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 11:01
Ha, engar konur?
Var að lesa bloggið hans Binga sólbrúna með hvítu tennurnar. Þar stóð þetta:
"Ég man að í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra var Frjálslyndi flokkurinn sá eini sem viðhafði ekki prófkjör eða forval. Allt í einu kom fréttatilkynning frá flokknum um að Ólafur F. Magnússon yrði í fyrsta sæti og Margrét Sverrisdóttir í öðru sæti.
Nú virðist það sama gerast. Guðjón Arnar ákveður að vera áfram í sínu kjördæmi. Kristinn H. ákveður að bjóða sig ekki fram í Reykjavík, heldur vera í 2. sæti í Norðvestur á eftir formanninum. Valdimar Leó vill vera í Kraganum, Grétar Mar í Suðurkjördæmi og Sigurjón ákveður að vera í Norðausturkjördæmi. Í fréttum var sagt að Jón Magnússon yrði líklega í oddvitasætinu í öðruhvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Varð svo sem ekkert undrandi en það sló mig samt að konur fá ekki að vera með í Frjálslynda flokknum. Karlarnir sitja bara saman og raða hverjum öðrum í efstu sætin, skipta á milli sín leiðtogahlutverkunum, konurnar verða svo bara notaðar sem uppfyllingar. Skil ekki að þær láti ekki í sér heyra.
Fyrir ekki svo löngu síðan var ég á námskeiði sem endaði á verkefnavinnu. Við vorum sex talsins, fjórir karlar og tvær konur. Í svona vinnu eru fjögur megin hlutverk og áður en ég gat litið upp voru allir karlarnir komnir með hlutverk. Og ég spurði: hvert er mitt hlutverk? Jú, ég var "til aðstoðar". Og hið sama mátti segja um hina konuna, hún var líka til aðstoðar. Ekkert var farið eftir menntun, reynslu eða hæfileikum. Eina viðmiðið virtist vera hvort viðkomandi væri með typpi eður ei.
Svona gerist þetta.
Ég gerði athugasemd við þetta fyrirkomulag, benti strákunum á að þetta væri hvorki sanngjarnt né réttlátt. Þeir brugðust fúlir við þessu "feministaröfli" í mér og sögðu að tilviljun ein hefði ráðið því að svona raðaðist í hlutverk. Úps, bara óvart, er viðkvæði sem er orðið soldið þreytt, sérstaklega þar sem það er sífellt notað til að réttlæta ó-meðvitund karla um hvernig skekkjan virkar þeim í hag.
Eftir þessa reynslu velti ég því líka mikið fyrir mér hvort væri skárri kostur, að standa upp og heimta sinn snúð og hljóta fyrir óvinsældir meðal þeirra sem maður þarf að umgangast daglega eða þegja bara og uppskera vanlíðan fyrir að hafa ekki staðið með sjálfri sér og sínum kynsystrum. Svo maður tali nú ekki um þá leiðindatilfinningu sem kona og allt sem hún stendur fyrir er dissuð svona.
Margrét Sverrisdóttir ákvað að láta í sér heyra og allir vita hvernig fór fyrir henni. Bara hent eins og gamalli tusku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2007 | 19:35
Kanar vígbúast, aftur
Heyrði í Speglinum á Rúv áðan að Bandaríkjamenn eru farnir að ógna Íran, eru m.a. komnir með tvö flugmóðurskip á svæðið. Líkur á innrás eru því að aukast.
Nú þurfa ráðamenn þjóðarinnar að drífa sig að ydda blýantana sína svo þeir verði tilbúnir til að skrifa undir nýjan og endurbættan lista hinna viljugu þjóða.
Ekkert vera að kommenta á þessa færslu, ykkur kemur þetta mál ekkert við. Stjórnvöld taka svona ákvarðanir upp á sitt einsdæmi og við eigum ekkert upp á dekk ef við erum ekki sammála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2007 | 00:15
Rangur maður, á röngum tíma, í vitlausum flokki
Rosalega var hann Villi borgarstjóri flottur þegar ég heyrði í honum í útvarpiinu í dag. Bara harður á því að hann vildi ekki sjá klámpakkið í sinni borg! Og hana nú!
Verst er að hann er í vitlausum flokki og veit ekki af því. Hann hefur greinilega ekki fattað að Sjálfstæðisflokkurinn sem hann byrjaði í árið sautjánhundruðogsúrkál er ekki til lengur. Í hans stað er kominn harður frjálshyggjuflokkur sem stendur fyrir eitthvað allt annað en Villi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)